Heilsueflandi útkomur í ljósmæðraþjónustu á Íslandi. Þróun og forprófun á útkomubreytum í fæðingu

Bakgrunnur: Heilsueflandi hugmyndafræði byggir á því að athygli beinist að þáttum sem ýta undir heilbrigði einstaklingsins og styrkja hann í að takast á við streituvalda lífsins. Mikill samhljómur er með heilsueflandi hugmyndafræði og hugmyndafræði ljósmæðra, sem byggir á því að litið sé á barneigna...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ilmur Sól Eiríksdóttir 1993-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Master Thesis
Language:Icelandic
Published: 2023
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/44754
Description
Summary:Bakgrunnur: Heilsueflandi hugmyndafræði byggir á því að athygli beinist að þáttum sem ýta undir heilbrigði einstaklingsins og styrkja hann í að takast á við streituvalda lífsins. Mikill samhljómur er með heilsueflandi hugmyndafræði og hugmyndafræði ljósmæðra, sem byggir á því að litið sé á barneignarferlið sem lífeðlisfræðilegt ferli. Innan heilbrigðiskerfisins er stöðugt verið að meta útkomur en af þeim útkomubreytum sem safnað er í barneignarferlinu eru fáar sem heyra undir heilsueflandi útkomur. Heilsueflandi útkomubreytur gætu gagnast til að ýta undir og efla heilbrigði kvenna á þeim tímamótum sem barnsfæðing er. Tilgangur og markmið: Markmið þessa verkefnis er að þróa og forprófa útkomubreytulista fyrir fæðingu sem byggir á heilsueflandi hugmyndafræði. Tilgangur forprófunarinnar var að meta yfirborðsréttmæti útkomubreytulistans með tilliti til þess hvort hægt sé að nota hann í fæðingum. Aðferð: Aðferð þessarar rannsóknar fólst í því að hanna, þróa og forprófa útkomubreytulista. Þátttakendur forprófunarinnar voru sex ljósmæður sem starfa við fæðingar. Yfirborðsréttmæti útkomubreytulistans var metið með matslista sem þátttakendur fylltu út eftir að hafa forprófað listann í fæðingum. Niðurstöður: Útkomubreytulistinn var notaður í samtals 16 fæðingum. Mat þátttakenda á honum sýndi að meirihluti var sammála því að lengd, uppröðun og flæði væri gott, auk þess sem fyrirmæli væru skýr, auðvelt væri að svara útkomubreytum og upplýsingar gagnlegar fyrir barneignarferlið. Tveimur þriðja þátttakenda þótti vanta ýmist spurningu og/eða frekari svarmöguleika. Talið er að útkomubreytulistinn hafi þrátt fyrir ýmsar minniháttar athugasemdir á innihaldi og svarmöguleikum nægilegt yfirborðsréttmæti til notkunar í fæðingum. Ályktun: Niðurstöður gáfu vísbendingar um jákvætt viðhorf þátttakenda til heilsueflandi útkomubreytulista fyrir fæðingu og má því færa rök fyrir réttmæti slíks lista í klínísku starfi. Endurbættur útkomubreytulisti gæti nýst til frekari þróunar og rannsókna með það að markmiði að innleiða heilsueflandi ...