Starfsemi Bókasafns KFUM í Reykjavík 1899-1953

2. útgáfa, lítillega aukin og endurbætt Ritgerðin fjallar um rannsókn á starfsemi Bókasafns KFUM í Reykjavík tímabilið 1899–1953 frá félagslegu, menningarlegu og trúarlegu sjónarhorni. Rannsóknin byggir á frumgögnum safnsins, viðtölum og fleiri heimildum. Æskulýðsleiðtoginn Friðrik Friðriksson stofn...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Þórarinn Björnsson 1960-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2010
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/4461
Description
Summary:2. útgáfa, lítillega aukin og endurbætt Ritgerðin fjallar um rannsókn á starfsemi Bókasafns KFUM í Reykjavík tímabilið 1899–1953 frá félagslegu, menningarlegu og trúarlegu sjónarhorni. Rannsóknin byggir á frumgögnum safnsins, viðtölum og fleiri heimildum. Æskulýðsleiðtoginn Friðrik Friðriksson stofnaði safnið sama ár og KFUM í Reykjavík. Hefð var fyrir viðlíka söfnum innan KFUM-félaga erlendis og hafði Friðrik kynnst slíkri starfsemi í Kaupmannahöfn. Hérlendis mætti Bókasafn KFUM brýnni þörf því um aldamótin 1900 starfaði ekkert almenningsbókasafn í Reykjavík og börn höfðu takmarkaðan aðgang að Landsbókasafni og fleiri söfnum. Fyrstu árin starfaði Bókasafn KFUM með hléum en eftir að KFUM eignaðist nýtt félagsheimili við Amtmannsstíg árið 1907 fékk safnið fastan samastað og ákjósanleg vaxtarskilyrði. Ári síðar fengu konur í KFUK aðgang að bókasafninu en notkun þeirra á safninu var ætíð í miklum minnihluta. Flest urðu útlán safnsins ríflega 5.000 árið 1918 þegar bókakosturinn var um 2.600 rit. Fá söfn státuðu þá af fleiri bókum í Reykjavík. Bókakosturinn var fjölþættur og íslensk rit í meirihluta. Eftir 1930 hafði aukin trúarleg áhersla áhrif á val á bókum. Samhliða Bókasafni KFUM starfaði lengi lestrarsalur sem hafði verulegt aðdráttarafl. Í kjölfar eldsvoða árið 1946 dró úr starfsemi safnsins og lagðist hún af um 1953. Vöxtur Bæjarbókasafns Reykjavíkur og tilkoma skólasafna hafði þar einnig úrslitaáhrif.