Rekstrargrundvöllur Leiðarljóss meðferðarhúss ehf

Ritgerðin er lokuð til 2014 Viðskiptaáætlun þessi er unnin fyrir MFM miðstöðina ehf. sem er meðferða- og fræðslumiðstöð vegna offitu, átraskana og matarfíknar, staðsettri í Borgartúni 3, Reykjavík. MFM miðstöðin ehf. var stofnuð snemma árs 2006 og hefur boðið upp á fræðslu, ráðgjöf og einstaklingsmi...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Esther Helga Guðmundsdóttir 1954-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2009
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/4458
Description
Summary:Ritgerðin er lokuð til 2014 Viðskiptaáætlun þessi er unnin fyrir MFM miðstöðina ehf. sem er meðferða- og fræðslumiðstöð vegna offitu, átraskana og matarfíknar, staðsettri í Borgartúni 3, Reykjavík. MFM miðstöðin ehf. var stofnuð snemma árs 2006 og hefur boðið upp á fræðslu, ráðgjöf og einstaklingsmiðaða meðferð við offitu, átröskunum og matarfíkn. Mikill vöxtur hefur orðið í fyrirtækinu sérstaklega á þessu ári, sem hefur þrýst á um stækkun þess og þróun. Ýmis sóknarfæri eru á þessum vettvangi bæði hér heima og erlendis og verkefni þetta er unnið til að útfæra og sýna fram á hvort fjárhagslegur grundvöllur sé fyrir slíku fyrirtæki. Verkefnið er viðskiptaáætlun fyrir fyrirhugaða framkvæmd. Það inniheldur meðal annars fýsileikakönnun, ásamt greinagerð um viðskiptahugmynd fyrirtækisins, starfsemi þess og möguleika. Sérstaða viðskiptahugmyndarinnar felst í því að MFM miðstöðin er eina fyrirtæki sinnar tegundar hér á landi, þar sem unnið er með vandann sem fíkn í ákveðin efni og/eða hegðanir. Tekið er á öllum þáttum sem koma að þyngdar og átvanda og þeim huglægu og tilfinningalegu orsökum sem legið geta þar að baki. Þörfin fyrir þau meðferðarúrræði sem MFM miðstöðin býður upp á er óvéfengjanleg í ljósi aukins þyngdarvanda þjóðarinnar og þeirra andlegu og líkamlegu sjúkdóma sem fylgja honum. Áætluð þörf fyrir þjónustuna byggir á markaðsgreiningu sem nær til landsins alls, en markhópur MFM miðstöðvarinnar byggir á Íslendingum á aldrinum 15-64 ára. Niðurstaða viðskiptaáætlunarinnar er að góður grundvöllur sé fyrir starfseminni, en til að festa starfsemina í sessi er æskilegt að ná þjónustusamning við ríki og sveitarfélög. Fjárhagsáætlunin byggir á ýtarlegri greiningu á rekstrarforsendum og niðurstöður hennar sýna að hugmyndin er arðbær og miðað við þær forsendur sem gefnar eru, frekar áhættulítil.