Söfnun og inngjöf blóðhluta á Íslandi 2012 - 2022

Blóðhlutar eru oft notaðir í tengslum við skurðaðgerðir, sem meðferð við blóðleysi t.d. vegna krabbameinsmeðferða sem og viðbrögð við slysum og bráðum blæðingum. Erlendis hafa verið birtar margar lýðfræðilegar greiningar á blóðþegum en skortur er á slíkum rannsóknum á Íslandi. Mikilvægt er að fylgja...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sólveig Rán Stefánsdóttir 1996-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Master Thesis
Language:English
Published: 2023
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/44561
Description
Summary:Blóðhlutar eru oft notaðir í tengslum við skurðaðgerðir, sem meðferð við blóðleysi t.d. vegna krabbameinsmeðferða sem og viðbrögð við slysum og bráðum blæðingum. Erlendis hafa verið birtar margar lýðfræðilegar greiningar á blóðþegum en skortur er á slíkum rannsóknum á Íslandi. Mikilvægt er að fylgjast með notkun blóðhluta til að áætla innköllun blóðgjafa, tryggja viðundandi blóðhlutabirgðir og þar með öryggi sjúklinga. Einnig er mikilvægt er að fylgjast með breytingum á lýðfræðilegri samsetningu blóðgjafahópsins til að tryggja að hægt sé að anna eftirspurn eftir blóðhlutum. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að rannsaka hverjir það væru sem fengu blóðhluta inngefna á Landspítalanum árið 2021, á hvaða deildum þessir blóðþegar væru, hvað þeir væru gamlir, af hvaða kyni og hve mikið þeir fengu af hvaða gerð af blóðhluta. Þá var leitast við að skoða notkun blóðhluta á Landspítalanum seinustu 11 árin og greina hana. Að lokum var farið í gögn um blóðgjafana seinustu 11 ár til að skoða hvort að einhverjar breytingar hafi orðið síðan síðasta rannsókn á þessum hópi var gerð árið 2016. Upplýsingum um blóðgjafir og blóðinngjafir á Íslandi árin 2012 - 2022 var safnað í gegnum gagnagrunn Blóðbankans, ProSang Statistics. Blóðgjafar og blóðþegar voru flokkaðir eftir kyni, aldri, blóðgjafastöðu og tegund blóðgjafar (blóðgjafar) eða blóðinngjafarálagi og meðferðarsviði (blóðþegar). Teknar voru saman tölur yfir fólksfjölda á landinu frá Hagstofu Íslands. Tölur yfir blóðinngjafir voru aldursstaðlaðar m.t.t. fólksfjölda í landinu og staðlaðs evrópsks þýðis með beinni aðferð. Þá var gerð breytipunktagreining (e. Changepoint Analysis) í RStudio. Blood transfusion is an essential part of modern medicine. Due to the fast-changing demographics of the Icelandic nation, it is crucial to map the demographics of Icelandic blood recipients and donors to better predict changes in both the supply and demand for blood components. In addition, monitoring blood usage over time can be crucial to react to trends and changes in a timely manner. The ...