Fæðuval bleikjuafbrigða (Salvelinus alpinus) í Þingvallavatni árið 2019 í samanburði við 1984

Bleikjuafbrigðin í Þingvallavatni hafa dregið að sér mikla athygli að í vísindaheiminum vegna sérhæfingar og búsvæða aðlögunar. En talið er að þar megi sjá fyrstu skref í tegundamyndun. Bleikjuafbrigðin í vatninu eru fjögur talsins sílableikjur (PI), kuðungableikjur (LB), dvergbleikjur (SB) og murtu...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ólafur Örn Thoroddsen 2000-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2023
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/44555
Description
Summary:Bleikjuafbrigðin í Þingvallavatni hafa dregið að sér mikla athygli að í vísindaheiminum vegna sérhæfingar og búsvæða aðlögunar. En talið er að þar megi sjá fyrstu skref í tegundamyndun. Bleikjuafbrigðin í vatninu eru fjögur talsins sílableikjur (PI), kuðungableikjur (LB), dvergbleikjur (SB) og murtur (PL). Markmið þessarar rannsóknar var að athuga hvort að það væri fæðusamkeppni á milli afbrigðanna og hvort að það væri mismunandi fæðuval á milli ára hjá afbrigðunum. Magasýni úr 182 bleikjum, sem voru veiddar í rannsóknarveiði við Lambhaga í Þingvallavatni árið 2019, voru greind með víðsjá. Magafylli var ákvarðað, meðalfjöldi einstaklinga sem étnir voru af afbrigðunum var reiknað, fæðuval afbrigða á mismunandi dýptum var skoðað og að lokum voru orkugildi sem fengust úr fæðuhópum/tegundum, metið með öskufrírri þurrvigt. Niðurstöður sýndu að fæðuval bleikjuafbrigða breyttist lítið sem ekkert á milli áranna 1984 og 2019. Samkeppni var þó á milli mismunandi bleikjuafbrigða um sumar fæðutegundir/hópa. The four morphs of Arctic charr that coexist in Þingvallarvatn have garnered considerable scientific attention due to their effective adaptation to the local ecology. Current scientific thinking suggests that they exhibit early signs of new species formation. The four morphs are piscivorous charr (PI), large benthivorous charr (LB), small benthivorous charr (SB), and planktivorous charr (PL). The objective of this study was to assess whether the four morphs engage in competition for nutrients and if there has been a change in the composition of their diet in recent decades. The stomach contents of 182 Arctic charr were analyzed using a stereo microscope. Digestive load, frequency of particular species consumed, occurrence rate at different depths, and the nutrient richness of different species were assessed. The results indicate the presence of competition among the distinct morphs of Arctic charr. Their diet had changed to some degree between 1984 and 2019.