Hjálpartæki innan dvalar- og hjúkrunarheimila. Upplifun og verklag fagaðila á Íslandi

Ágrip Fræðilegur bakgrunnur. Hjálpartæki eru mikilvægur þáttur í heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk. Heilbrigðisstarfsmenn dvalar- og hjúkrunarheimila sjá um að útvega íbúum þeirra hjálpartæki sem þau þarfnast og sjá um umsjón hjálpartækja. Sjúkratryggingar greiða styrki til kaupa á hjólastólum og...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigríður Elma Svanbjargardóttir 1997-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Master Thesis
Language:Icelandic
Published: 2023
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/44513
Description
Summary:Ágrip Fræðilegur bakgrunnur. Hjálpartæki eru mikilvægur þáttur í heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk. Heilbrigðisstarfsmenn dvalar- og hjúkrunarheimila sjá um að útvega íbúum þeirra hjálpartæki sem þau þarfnast og sjá um umsjón hjálpartækja. Sjúkratryggingar greiða styrki til kaupa á hjólastólum og göngugrindum til íbúa dvalar- og hjúkrunarheimila. Mikilvægt er að hjálpartækin séu aðgengileg, örugg, notkun þeirra sé árangursrík og stuðli að aukinni færni þessa hóps. Markmið rannsóknarinnar er að kanna verklag innan dvalar- og hjúkrunarheimila þegar kemur að útvegun og umsjón hjólastóla og göngugrinda hér á landi og skilja upplifun fagaðila sem að því koma. Aðferðafræði. Rannsóknin er eigindleg viðtalsrannsókn á sviði fyrirbærafræða og samanstendur af sex hálf-stöðluðum einstaklingsviðtölum. Þátttakendur voru þrír sjúkraþjálfarar og þrír iðjuþjálfar sem koma að útvegun og umsjón hjálpartækja á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Niðurstöður. Niðurstöðurnar sýna hversu fjölbreytt verkaskipting sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa er. Skipulag útvegunar og umsjónar hjálpartækja er bæði misjafnt og mismikið milli vinnustaða viðmælenda. Útvegun hjálpartækja er nokkuð línulegt ferli frá því að komið er auga á þörf fyrir hjálpartæki og þar til hjálpartækið er afhent notandanum. Reynsla og aðgengi að hjálpartækjum hefur mest áhrif á útvegun hjálpartækja. Umsjón hjálpartækja er ekki í eins línulegu ferli og útvegunin, minna var um ákveðið verklag og allur gangur þar á. Samvinna milli fagaðila og annars starfsfólks hefur mikil áhrif á starfsemina þegar kemur að umsjón hjálpartækja. Ályktun. Óháð breytileika verklags og verkaskiptingar fagaðila er ljóst að með bættu skipulagi, skýrri verkaskiptingu og aukinni samvinnu innan hvers dvalar- og hjúkrunarheimilis gangi útvegun og umsjón hjálpartækja betur. Þörf er á bættu aðgengi að viðgerðaþjónustu á landsbyggðinni. Þær breytingar sem gerðar hafa verið á reglugerðum og umbætur Sjúkratrygginga hafa skilað árangri, með bættu aðgengi að hjálpartækjum og einfaldara útvegunarferli. Abstract ...