Myrkvaferðamennska á Íslandi: Hvað er það sem fær fólk til að heimsækja myrkvaferðamennskustaði?

Öll förum við í frí einhvern tímann á lífsleiðinni og geta ferðalögin verið eins misjöfn og þau eru mörg. Í rannsókn þessari er fjallað um nokkrar tegundir ferðamennsku sem falla allar undir myrkvaferðamennsku. Hér er fjallað um náin tengsl tilfinninga og sögu þeirra staða sem ferðamenn kunna að fin...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Saga Líf Þorsteinsdóttir 1997-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2023
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/44503
Description
Summary:Öll förum við í frí einhvern tímann á lífsleiðinni og geta ferðalögin verið eins misjöfn og þau eru mörg. Í rannsókn þessari er fjallað um nokkrar tegundir ferðamennsku sem falla allar undir myrkvaferðamennsku. Hér er fjallað um náin tengsl tilfinninga og sögu þeirra staða sem ferðamenn kunna að finna í svokallaðri myrkvaferðamennsku en hér eru til umfjöllunar Þingvellir, Berklahælið á Kristnesi og Galdrasýningin á Stöndum. Allir eiga þessir staðir það sameiginlegt að tengjast myrkvaferðamennsku á fræðilegan máta með einum eða öðrum hætti. Tilfinningar sem koma upp í hugann þegar fjallað er um myrkvaferðamennsku eru meðal annars ótti, sorg, óþægindi og hið óhugnanlega. Forvitni vaknar hjá ferðamönnum þegar þeir átta sig á að myrkvaferðamennska er vinsæl og má finna víðar en í fyrstu mætti ætla. Með forvitni vaknar áhugi sem leiðir ferðamanninn út í iðkun. Einkenni ferðamannastaða sem falla undir myrkvaferðamennsku eru meðal annars söguleg tengsl við hörmung og dauða, líkt og má finna á heimsþekktum ferðamannastöðum á borð við Auschwitz í Póllandi, Colosseum í Róm og Pompeii á Ítalíu. Einnig fellur heiðin ferðamennska undir hugtakið og einkennist heiðin ferðamennska af trúarbrögðum og ferðamennsku á borð við pílagrímsferðir á fornum öldum og alveg til dagsins í dag þar sem múslimar fara til Mecca, Sádi-Arabíu, til þess að staðfesta trú sína. Einnig má nefna pýramídana í Giza og í Macchu Picchu í Perú eða rústir í Grikklandi og Tyrklandi. We all go on vacation at some point in our lives, and the trips can be as varied as they are many. In this study, several types of tourism are discussed, all of which fall under dark tourism. Here we discuss the close relationship between emotions and the history of the places that tourists can find in so-called dark tourism, such as Þingvellir, the Tuberculosis Asylum in Kristnes and the Magic museum in Strandir. All these places have in common that they are theoretically related to dark tourism in one way or another. Emotions that come to mind when discussing dark tourism ...