Svæðisgarður á Tröllaskaga: Viðhorf sveitarstjórnarfólks til stofnunar svæðisgarðs

Svæðisgarðar hafa verið stofnaðir víða um Evrópu á síðustu árum. Á Íslandi er einn slíkur svæðisgarður starfræktur en það er á Snæfellsnesi og hefur rekstur hans gefið góða raun. Svæðisgarðar eru víða byggðaþróunarverkfæri sem hafa reynst vel hjá þeim sem taka þátt í slíkum verkefnum. Markmið þessar...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kristinn Knörr Jóhannesson 2000-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2023
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/44466
Description
Summary:Svæðisgarðar hafa verið stofnaðir víða um Evrópu á síðustu árum. Á Íslandi er einn slíkur svæðisgarður starfræktur en það er á Snæfellsnesi og hefur rekstur hans gefið góða raun. Svæðisgarðar eru víða byggðaþróunarverkfæri sem hafa reynst vel hjá þeim sem taka þátt í slíkum verkefnum. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna viðhorf sveitarstjórnarfólks þeirra fjögurra sveitarfélaga sem liggja á Tröllaskaga í garð stofnunar svæðisgarðs á Tröllaskaga. Eru það sveitarfélögin Skagafjörður, Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð og Hörgársveit. Til þess að ná því markmiði voru tekin viðtöl við fulltrúa frá hverju sveitarfélagi fyrir sig. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að sveitarstjórnarfólk úr þremur af fjórum sveitarfélögunum var jákvætt fyrir stofnun slíks garðs. Viðmælendur töldu helstu kosti við stofnun svæðisgarðs vera mótun sameiginlegrar stefnu fyrir Tröllaskaga og aukna markaðssetningu fyrir svæðið í heild sinni. Þeir viðmælendur sem jákvæðir voru fyrir stofnun svæðisgarðs töldu þó allir að slíkt samstarf fæli í sér mikla undirbúningsvinnu innan sveitarfélaganna. Regional parks have been established around Europe in recent years. Iceland has one such park, the Snæfellsnes Regional Park, which has been successful. Regional parks are widely viewed as tools for regional development and have been beneficial to those who have participated in such projects. The goal of this research is to explore the attitude of local councilors in the four municipalities that make up the Tröllaskagi peninsula, ie. Skagafjörður, Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, and Hörgársveit, towards the establishment of a regional park in Tröllaskagi. For this purpose, councilors from each municipality were interviewed. The main results show that councilors from three out of four municipalities are positive towards the idea of such a park. According to those interviewed, the most significant advantage of a regional park would be the shaping of a common policy for Tröllaskagi and improved marketing for the whole area. However, those who were positive ...