Mikilvægi vegasamgangna fyrir öryggi, vellíðan og samfélagslega þátttöku: Rannsókn um Vatnsnesveg

Greiðfært og öruggt samgöngukerfi er lykilþáttur í nútímasamfélögum og ein helsta forsenda þess að geta tekið fullan þátt í þeim. Samgöngukerfin í þéttbýli og dreifbýli geta verið misgóð og hallar almennt á dreifbýli vegna lítils íbúaþéttleika. Almenningssamgöngur eru þar gjarnan af skornum skammti...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Tómas Bergsteinn Arnarsson 1998-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2023
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/44465
Description
Summary:Greiðfært og öruggt samgöngukerfi er lykilþáttur í nútímasamfélögum og ein helsta forsenda þess að geta tekið fullan þátt í þeim. Samgöngukerfin í þéttbýli og dreifbýli geta verið misgóð og hallar almennt á dreifbýli vegna lítils íbúaþéttleika. Almenningssamgöngur eru þar gjarnan af skornum skammti og vegaskilyrði oft slæm. Markmið verkefnisins er að kanna upplifun íbúa á Vatnsnesi á Norðurlandi vestra af ástandi Vatnsnesvegar og hvaða áhrif það hefur á líf þeirra. Ástand vegarins hefur ratað í fréttamiðla en heildrænar úrbætur á veginum virðist ekki vera í sjónmáli á þessum áratug. Rannsóknin notast við eigindlega aðferðafræði sem felst í hálfstöðluðum viðtölum við íbúa á Vatnsnesi. Viðtölin voru greind og sett í samhengi við fræðilegan bakgrunn. Helstu niðurstöður verkefnisins eru að ástand Vatnsnesvegar er ábótavant og hefur hrakað mjög síðustu árin samhliða auknum fjölda ferðamanna, þar sem vegurinn virðist ekki þola álagið. Hrakandi ástand vegarins veldur óþægindum og hefur neikvæð félagsleg áhrif á íbúa á Vatnsnesi. Slæm akstursskilyrði draga úr samfélagslegri þátttöku, þar sem ferðalagið getur verið óþægilegt, tímafrekt og kostnaðarsamt. The importance of a well-functioning and efficient transportation infrastructure in modern society is undeniable. Infrastructure is generally better developed and better funded in urban areas due to higher population density. Rural areas, by contrast, tend to suffer from poor road conditions and limited public transport. This thesis aims to investigate how rural residents living in the Vatnsnes peninsula in the northwest of Iceland perceive their road infrastructure and the effect it has on their lives. Despite the poor road conditions receiving coverage in news outlets, comprehensive road improvements are not expected until the next decade. This thesis uses qualitative methodology consisting of three semi-structured interviews with several different residents in Vatnsnes. The interviews were analyzed using coding methods and contextualized to the theoretical context of ...