Kornalögun og myndun Skessugarðs

Markmið rannsóknarinnar var að útskýra myndun Skessugarðs. Skessugarður er jökulgarður á norðausturlandi og samanstendur að mestu úr stórgrýti. Ekki er hægt að skýra myndun garðsins með hefðbundnum líkönum af myndun jökulgarða en nýleg rannsókn á samskonar umhverfi í Svíþjóð varpar ljósi á ferli sem...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Svava Kristín Jónsdóttir 2000-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2023
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/44458
Description
Summary:Markmið rannsóknarinnar var að útskýra myndun Skessugarðs. Skessugarður er jökulgarður á norðausturlandi og samanstendur að mestu úr stórgrýti. Ekki er hægt að skýra myndun garðsins með hefðbundnum líkönum af myndun jökulgarða en nýleg rannsókn á samskonar umhverfi í Svíþjóð varpar ljósi á ferli sem hugsanlega geta skýrt tilurð stórgrýtisins í Skessugarði og myndun hans. Við rannsóknina á Skessugarði voru gerðar mælingar á vettvangi á kýlni og ávala korna í garðinum sem og innan og utan við hann. Þessar mælingar voru síðan bornar saman við mælingar út frá þrívíddarlíkönum sem byggð voru á drónamyndum. Mælingarnar gengu vel en eitt þrívíddarlíkan af þrem var ekki í réttum hlutföllum og voru niðurstöður mælinga á því ekki marktækar. Tilgangur þessa samanburðar var að kanna hvort hægt væri að mæla kýlni og ávala svona stórra korna á þrívíddarlíkani og draga þannig úr tíma á vettvangi. Líklegast þykir að kornin hafi flust til undir jöklinum og orðið til með svo kölluðu jökulrifi. Gert var líkan til þess að útskýra þetta ferli. Líkanið sýnir að hár vatnsþrýstingur undir jöklinum sprengdi bergið í upphafi og síðan hafi jökullinn rifið upp bergbrotin. Þau fluttust svo til undir jöklinum og söfnuðust að lokum saman við jökulsporðinn og mynduðu Skessugarð. The aim of the study was to explain the formation of Skessugarður. Skessugarður is a moraine that is located in the north-east of Iceland and consists mostly of boulders. The formation of the moraine cannot be explained by common models of moraine formation, but a recent study of a similar environment in Sweden sheds light on processes that may be similar to those operating during the formation of Skessugarður. In the present research, clast morphological analysis on and around Skessugarður were carried out in the field and compared with similar analysis from 3D models built from drone images. The analysis went well, but one of the three 3D models was not in the correct proportions and the results were therefore not significant. Measuring such large clasts can take a ...