Stjórnarskrár Danmerkur og Íslands : samanburðarrannsókn

Stjórnarskrár hafa verið í deiglunni bæði á Íslandi og í Danmörku en það er ekki hlaupið að því að breyta þeim vegna strangra reglna sem þær hafa í sér fólgnar um hvernig eigi að standa að því. Í ritgerðinni, Stjórnarskrár Danmerkur og Íslands, eru stjórnarskrárnar og þar með stjórnskipulag landanna...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Þór Jónsson 1964-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Master Thesis
Language:Icelandic
Published: 2023
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/44428
Description
Summary:Stjórnarskrár hafa verið í deiglunni bæði á Íslandi og í Danmörku en það er ekki hlaupið að því að breyta þeim vegna strangra reglna sem þær hafa í sér fólgnar um hvernig eigi að standa að því. Í ritgerðinni, Stjórnarskrár Danmerkur og Íslands, eru stjórnarskrárnar og þar með stjórnskipulag landanna borið saman eftir reglum samanburðarlögfræðinnar í þeim tilgangi að greina muninn, kanna af hvaða rótum hann er runninn og hvaða áhrif hann hafi, einkum og sér í lagi á möguleika almennings til að hafa áhrif á stjórn lands síns. Sú almenna skoðun að stjórnarskrá Íslands sé eftirmynd stjórnarskrár Danmerkur vegna þess að þær hafi sama uppruna á 19. öld getur ekki staðist þegar horft er til þess að þeirri fyrrnefndu hefur verið breytt mun oftar en þeirri síðarnefndu. Sjónum er aðallega beint að mikilvægum lýðréttindum eins og kosningarrétti, þjóðaratkvæðagreiðslum, breytingareglu stjórnarskránna og mannréttindum auk stöðu og hlutverks þjóðhöfðingjanna og þar með hinna þriggja arma ríkisvaldsins. Ísland er lýðveldi með þjóðkjörinn forseta en Danmörk konungsríki með drottningu sem þjóðhöfðingja. Í Danmörku er her en Ísland annast hervarnir með öðrum hætti. Þá eru Danir í Evrópusambandinu, Íslendingar í Evrópska efnahagssvæðinu. Þessi munur er augljós en í ritgerðinni er sjónarhornið þrengt frekar og einstaka ákvæði í stjórnarskránum borin saman og saga þeirra skoðuð. Meðal annars er athugað hvort meiri breytingatíðni í öðru tilvikinu en hinu hafi verið til góðs þannig að lýðræðislegir hættir hafi frekar styrkst í sessi eða hvort breytingareglur stjórnarskránna standi lýðræðislegum umbótum fyrir þrifum. Þrátt fyrir líkindi hafa stjórnarskrárnar þróast hvor með sínum hætti á lýðveldistímanum og sæta jafnvel sambærileg ákvæði mismunandi túlkun í löndunum. Although the constitutions of both Denmark and Iceland have been in the limelight recently, amending them is not an easy task due to the strict rules governing the amendment process. This thesis, The Constitutions of Denmark and Iceland, uses the methods of comparative ...