Ásókn asparglyttu (Phratora vitellinae L.) í mismunandi klóna Alaskaaspar (Populus balsamifera L. ssp. trichocarpa) Skaðsemi, útbreiðsla og lífsferill asparglyttu á Íslandi

Frá árinu 2005 hefur asparglytta Phratora vitellinae L. (Coleoptera: Chrysomelidae) dreift sér hratt um landið og valdið skaða á bæði aspar- (Populus ssp.) og víðitegundum (Salix ssp.). Fyrir áframhaldandi ræktun á Alaskaösp (Populus balsamifera L. ssp. trichocarpa (Torr. & Gray) Brayshaw) er mi...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kristín Sveiney Baldursdóttir 1982-
Other Authors: Landbúnaðarháskóli Íslands
Format: Master Thesis
Language:Icelandic
Published: 2023
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/44379
Description
Summary:Frá árinu 2005 hefur asparglytta Phratora vitellinae L. (Coleoptera: Chrysomelidae) dreift sér hratt um landið og valdið skaða á bæði aspar- (Populus ssp.) og víðitegundum (Salix ssp.). Fyrir áframhaldandi ræktun á Alaskaösp (Populus balsamifera L. ssp. trichocarpa (Torr. & Gray) Brayshaw) er mikilvægt að afla upplýsinga um þennan skaðvald. Meginmarkmið verkefnisins var að meta líkur á skemmdum af völdum asparglyttu á mismunandi klónum Alaskaaspar. Einnig að ákvarða útbreiðslu, skaðsemi og fjölda kynslóða asparglyttu á Íslandi. Í áttilraun í rannsóknastofu voru bornir saman tíu klónar af Alaskaösp með tilliti til asparglyttuskemmda. Skemmdir á sömu klónum voru einnig metnar í útitilraun með eins árs gömlum plöntum og í klónatilraunum. Upplýsingum um útbreiðslu og skaðsemi var safnað með spurningakönnun og vettvangsferð um landið. Árlegur kynslóðafjöldi asparglyttu var ákvarðaður með vöktun á tveimur stöðum. Niðurstöður sýndu marktæk áhrif klóna á skemmdir í áttilraun í rannsóknastofu. Mestar líkur voru á að klónarnir Keisari (61%), S23 (60%) og R2 (57%) væru skemmdir, en minnstar líkur á að klónarnir Hve16 (20%), S19 (21%) og Sv10 (25%) væru skemmdir. Marktækur munur var á milli þessara tveggja hópa. Niðurstöður úr klónatilraun og útitilraun sýndu einnig marktæk áhrif klóna á skemmdir. Þar voru mestar skemmdir á Keisara og minnstar á Hve16 og Sv10. Niðurstöður fyrir aðra klóna bentu hinsvegar til þess að hýsilval í rannsóknastofu endurspegli ekki fyllilega hýsilval í náttúrunni. Vöktun á lífsferli asparglyttu sýndi að hún kemur upp einni kynslóð á ári hérlendis. Niðurstöður þessarar rannsóknar veita nýjar upplýsingar sem geta nýst við ræktun Alaskaaspar hér á landi. [Host Preference of Phratora vitellinae L. among Populus balsamifera L. ssp. trichocarpa clones: Harmfulness, life cycle and distribution in Iceland] Since 2005, the brassy leaf beetle Phratora vitellinae L. (Coleoptera: Chrysomelidae), has spread rapidly throughout the country, causing damage to both aspen (Populus ssp.) and willow (Salix ...