Jarðskjálftagreining á samverkandi stálbitabrú: Nærsviðsáhrif við Suðurlandsskjálftana 2000 og 2008

Verkefnið fjallar um greiningu á samverkandi stál-steypu bogabrú með tilliti til jarðskjálftaáraunar með sérstaka áherslu á viðbótarálag sem myndast vegna nálægðar við upptök skjálfta og einkennist af sterkum hraðapúlsi. Brúin sem varð fyrir valinu sem viðfangsefni rannsóknar er nýja Þjórsárbrúin, s...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Jón Guðni Guðmundsson 1982-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2010
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/4426
Description
Summary:Verkefnið fjallar um greiningu á samverkandi stál-steypu bogabrú með tilliti til jarðskjálftaáraunar með sérstaka áherslu á viðbótarálag sem myndast vegna nálægðar við upptök skjálfta og einkennist af sterkum hraðapúlsi. Brúin sem varð fyrir valinu sem viðfangsefni rannsóknar er nýja Þjórsárbrúin, sem var vígð árið 2003. Hún er staðsett á einu virkasta jarðskjálftasvæði Íslands, þar sem finna má mörg misgengi sem hafa hreyfst eftir landnám. Lögð var vinna í að skoða mældar tímaraðir frá Suðurlandsskjálftunum 2000 og 2008 þar sem leitað var eftir nærsviðshraðapúlsum og þeir greindir. Einnig var skoðuð einföld aðferð við að búa til nærsviðsáhrif með því að bæta við hraðpúlsi í tímaraðir sem ekki innihalda slík einkenni. Búið var til tölvulíkan af brúnni í einingaforriti og á það keyrðar mældar og tilbúnar nærsviðstímaraðir. Rannsakað var hversu mikil áhrif það hefur á svörun brúar að snúa álaginu og athuga þannig hvort það skiptir máli hvernig brú snýr miðað við stefnu misgengja í kring. Rannsóknin sýndi að nærsviðsáhrif skipta verulegu máli fyrir brýr með langan sveiflutíma (> 1s). Rannsóknarsjóður Vegagerðarinnar