Framkomukvíði tónlistarmanna og aðferðir sem þeir nota til að vinna bug á honum

Rannsókn var gerð á 108 hljóðfæraleikurum Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hljóðfæranemendum Tónlistarskólans í Reykjavík og Listaháskóla Íslands með það að markmiði að fá yfirsýn yfir alvarleika framkomukvíða og aðferðir sem atvinnuhljóðfæraleikarar og tónlistarnemar nota til að fást við vandann, me...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ingunn Jónsdóttir 1976 (sálfræðingur)
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2010
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/4423
Description
Summary:Rannsókn var gerð á 108 hljóðfæraleikurum Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hljóðfæranemendum Tónlistarskólans í Reykjavík og Listaháskóla Íslands með það að markmiði að fá yfirsýn yfir alvarleika framkomukvíða og aðferðir sem atvinnuhljóðfæraleikarar og tónlistarnemar nota til að fást við vandann, með sérstakri áherslu á beta-blokkara notkun. Notast var við sjálfsmatskvarðana Kenny Music Performance Anxiety Inventory og Performance Anxiety Inventory og spurningalista sem saminn var fyrir rannsóknina. Niðurstöður hennar leiddu í ljós að allir þátttakendur hafa fundið fyrir kvíða í tengslum við tónlistarflutning en tónlistarnemar finna fyrir meiri framkomukvíða en atvinnuhljóðfæraleikarar og konur finna fyrir meiri kvíða en karlar. Áheyrnarprufur, einleikstónleikar og próf eru þær aðstæður sem eru mest kvíðavekjandi. Flestir, eða 82% sögðust finna fyrir hröðum hjartslætti í tengslum við tónlistarflutning, 59% fyrir handkulda, 49% skjálfta og 49% fyrir svita. Þátttakendurnir beita margháttuðum aðferðum til að ná tökum á kvíðanum, öndunaræfingar eru vinsælasta aðferðin en 46% notast við þá aðferð, 41% stunda hugleiðslu og 14% jóga. Ríflega helmingur atvinnuhljóðfæraleikara hefur notast við beta-blokkara og 11% tónlistarnema. Notkun þeirra er algengust í tengslum við áheyrnarprufur, einleikstónleika og kammertónleika.