Burðarmálskrampar á Íslandi. Klínísk, tölfræðileg lýsing á tímabilinu 1982-2022 á Landspítala

Burðarmálskrampi er alvarlegur fylgikvilli meðgöngu og fæðingar. Meðgöngueitrun er talin vera forstig hans og meðgöngueftirlit því mikilvægur þáttur í forvörnum. Markmið rannsóknarverkefnisins voru að kanna tíðni burðarmálskrampa á Landspítala, tímasetningu krampans miðað við fæðingu, merki meðgöngu...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sunneva Roinesdóttir 1999-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2023
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/44224
Description
Summary:Burðarmálskrampi er alvarlegur fylgikvilli meðgöngu og fæðingar. Meðgöngueitrun er talin vera forstig hans og meðgöngueftirlit því mikilvægur þáttur í forvörnum. Markmið rannsóknarverkefnisins voru að kanna tíðni burðarmálskrampa á Landspítala, tímasetningu krampans miðað við fæðingu, merki meðgöngueitrunar fyrir krampann, greiningu taugasjúkdóma síðar meir og tíðni mæðradauða innan 42 daga frá krampa. Rannsóknarþýðið samanstóð af konum greindum með eclampsiu á árunum 1982-2022 á Landspítala. Fjörutíu kennitölur fundust og upplýsingum safnað úr sjúkraskrám þeirra kvenna. Sjö kennitölur voru útilokaðar vegna ranggreiningar. Gagnaskráning fór fram í Microsoft Excel og tölfræðiúrvinnsla í Rstudio. Tíðni eclampsiu á Landspítalanum var ~1:5000 fæðingum, þ.e. 33 tilfelli af 172.153 fæðingum og jöfn á rannsóknartímanum (bil: 0-3 á ári). Hlutfall krampa við burðarmál var 52% fyrir fæðingu, 27% í fæðingu og 21% eftir fæðingu. Greindar með meðgöngueitrun voru 25 konur. Níu konur höfðu engin merki háþrýstings á meðgöngunni og af þeim voru flestar (4) sem féllu undir síðasta fjórðung rannsóknartímabilsins, 2013-2022. Fimm konur greindust með taugasjúkdóm eða fengu einkenni frá taugakerfi síðar meir. Allar konur (n=32) sem upplýsingar fundust um voru lifandi 42 dögum eftir krampann. Tíðni eclampsiu var jöfn á rannsóknartímabilinu. Flestar konur krampa fyrir fæðingu sem samræmist niðurstöðum eldri rannsókna. Hlutfall þeirra kvenna sem krampa án einkenna/merkja háþrýstings á meðgöngu fellur að tilgátum rannsakenda fyrir upphaf rannsóknar, þ.e. að hlutfall þeirra hafi hækkað með árunum. Það er mögulega til vitnis um árangursríkar forvarnir. Fáar konur greinast með taugasjúkdóm eða fá einkenni frá taugakerfi síðar á ævinni og allar konur sem upplýsingar fengust um eru enn lifandi. Eclampsia is a serious complication of pregnancy and childbirth. Preeclampsia is considered to be its precursor and pregnancy monitoring is therefore crucial to prevention. The study aimed to investigate the incidence of eclampsia at Landspítali, ...