Geðheilbrigðisþjónusta fyrir fólk með þroskahamlanir og/eða hamlandi einhverfu

Þessi rannsókn er upphaflega unnin í samvinnu við Geðheilsuteymi taugaþroskaraskana. Í undirbúningsfasa teymisins var ákveðið að gera könnun sem snéri að heimilislæknum og geðlæknum, annars vegar til að kortleggja hverjir eru að veita fólki með þroskahamlanir og/eða hamlandi einhverfu geðheilbrigðis...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kristín Einarsdóttir 1975-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Master Thesis
Language:Icelandic
Published: 2023
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/43936
Description
Summary:Þessi rannsókn er upphaflega unnin í samvinnu við Geðheilsuteymi taugaþroskaraskana. Í undirbúningsfasa teymisins var ákveðið að gera könnun sem snéri að heimilislæknum og geðlæknum, annars vegar til að kortleggja hverjir eru að veita fólki með þroskahamlanir og/eða hamlandi einhverfu geðheilbrigðisþjónustu. Hins vegar til að kanna hvernig þeir sem veita þjónustuna upplifa eigin þekkingu og reynslu við að veita þessum hópi geðheilbrigðisþjónstu. Spurningalistar voru sendir á heimilislækna á öllum heilsugæslum og heilbrigðsstofnunum og alla sjálfstætt starfandi geðlækna og geðlækna sem starfa á geðdeildum, bæði á Landspítalanum og á sjúkrahúsinu á Akureyri, alls 261 þátttakendur. Svörunin var slök eða um 20% heildarsvörun og var því ákveðið að bæta við viðtölum til að fá meiri dýpt í rannsóknina og auka réttmæti hennar. Viðtöl voru tekin við fjóra heimilislækna og tvo geðlækna auk þess sem viðtal var tekið við teymisstjóra Geðheilsuteymis taugaþroskaraskana. Helstu niðurstöður voru að bæði heimilislæknar og geðlæknar eru að veita þessum hópi geðheilbrigðisþjónustu. Allir geðlæknarnir og 72% heimilislækna höfðu starfað í meira en 5 ár í sinni sérfræðigrein, en aðeins 3% heimilislækna og 50% geðlækna töldu sig hafa næga þekkingu til að veita þessum hópi geðheilbrigðisþjónustu. Lítið virðist kennt um þennan hóp eða geðrænar áskoranir hans, í grunnnámi lækna eða sérnámi heimilislækna og geðlækna, hvorki á Íslandi eða í námi þessara lækna á erlendri grundu. Helstu áskoranir viðmælenda voru úrræðaleysi í meðferðarvinnu og erfiðleika við að senda þennan hóp í viðeigandi rannsóknir þegar þörf er á, sem veldur því að lægri þröskuldur er fyrir lyfjagjöf. Einnig valda samningar við Sjúkratryggingar Íslands því að læknar virðast eiga erfitt með fara í heimavitjanir til þessa hóps þegar þess er þörf. Eins þurfa oft geðlæknar á stofu að sinna auknum verkefnum, til dæmis í aukinni samvinnu við kerfin í kringum einstaklinginn, hvort sem um er að ræða aðstandendur og/eða stuðningsnet viðkomandi, félagslega kerfið eða ...