„Allir verða að leggjast á eitt til að fjölga líffæragjöfum“: Líffæragjafastefna íslenskra stjórnvalda

Aldrei hafa fleiri verið á biðlista eftir líffæragjöf á heimsvísu en nú. Alþjóðaheilbrigðisþingið hefur kallað eftir því að aðildarríki sín innleiði leiðbeiningar og framfylgi eigin stefnu, lögum og reglum varðandi líffæragjafir og ígræðslur með það að leiðarljósi að hámarka fjölda líffæragjafa. Sum...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigrún Stefánsdóttir 1990-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Master Thesis
Language:Icelandic
Published: 2023
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/43878
Description
Summary:Aldrei hafa fleiri verið á biðlista eftir líffæragjöf á heimsvísu en nú. Alþjóðaheilbrigðisþingið hefur kallað eftir því að aðildarríki sín innleiði leiðbeiningar og framfylgi eigin stefnu, lögum og reglum varðandi líffæragjafir og ígræðslur með það að leiðarljósi að hámarka fjölda líffæragjafa. Sumar þjóðir hafa mótað sér stefnu í málefnum líffæragjafa í von um betri árangur. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða hvernig stefnu um líffæragjafir hefur verið háttað á Íslandi og hvernig íslensk stjórnvöld geta tekið mið af stefnu annarra landa á borð við Spán og Svíþjóð. Um er að ræða eigindlega rannsókn þar sem tekin voru átta viðtöl við sérfræðinga í málefnum líffæragjafa á Spáni, í Svíþjóð og á Íslandi. Með viðtölunum var leitast við að ná fram reynslu og upplifun viðmælenda til að ná sem dýpstum skilningi á viðfangsefninu. Gagnagreiningin var í anda grundaðrar kenningar og niðurstöðunum var raðað eftir löndum sem síðan höfðu alls tíu undirþemu. Niðurstöður benda til að Ísland hafi að geyma sjálfsprottna stefnu í málaflokki líffæragjafa þar sem stefnan er ekki fyrir fram ákveðin heldur er brugðist við þeim atburðum sem verða og hugmyndum sem upp koma jafnóðum. Líffæragjafir á Íslandi eru orðnar að umfangsmiklu verkefni sem styðja þarf við til að viðhalda þeim árangri sem náðst hefur. Hvort sem þjóðir hafa sjálfsprottna eða meðvitaða stefnu í líffæragjöfum, þá hafa Spánn, Svíþjóð og Ísland lagt sitt af mörkum til að fjölga líffæragjöfum í sínu landi. Flestum viðmælendum rannsóknarinnar fannst nauðsynlegt að hafa meðvitaða stefnu í líffæragjöfum þar sem slíkt veiti stuðning, skýrari línur og framtíðarsýn. Þannig gætu íslensk stjórnvöld tekið sér stefnu annarra landa, eins og Spánar, til fyrirmyndar til að skerpa á málaflokknum og bæta árangurinn enn frekar. Lykilhugtök: Stefna, opinber stefna, stefnumótun, líffæragjafir. More people are on the waiting list for organ donors worldwide than ever before. The World Health Assembly has called for member states to implement guidelines and enforce their own policies, ...