„ef ég myndi ekki fara núna þá yrði ég bara í bómull heima“: Reynsla Akureyringa á að fara í skóla í heimabyggð og utan heimabyggðar

Háskóli Íslands (HÍ) og Háskólinn á Akureyri (HA) eru tveir af sjö háskólum á Íslandi sem nemendur hvaðanæva af landinu sækja til þess að mennta sig í ákveðnum greinum. Markmið þessarar rannsóknar er að skoða hvers vegna Akureyringar sækja nám í HÍ frekar en HA ef umrætt nám er kennt á báðum stöðum....

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Þórkatla Björg Ómarsdóttir 2001-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2023
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/43803
Description
Summary:Háskóli Íslands (HÍ) og Háskólinn á Akureyri (HA) eru tveir af sjö háskólum á Íslandi sem nemendur hvaðanæva af landinu sækja til þess að mennta sig í ákveðnum greinum. Markmið þessarar rannsóknar er að skoða hvers vegna Akureyringar sækja nám í HÍ frekar en HA ef umrætt nám er kennt á báðum stöðum. Þá er ýmislegt sem spilar inn í ákvörðun einstaklinga, svo sem fjölskylda, tengsl, mikilvægi náms, að fullorðnast og fleira. Sértaklega er einblínt á hjúkrunarfræði, sálfræði og viðskiptafræði í þessari ritgerð. Tekin voru viðtöl við Akureyringa í báðum skólum og þau þemagreind eftir kenningum sem notaðar voru við gerð rannsóknar. Niðurstöður sýna að einstaklingar í HÍ og HA upplifa mikið til sömu hlutina þegar kemur að þroska og því að fullorðnast. Þá áttu einstaklingar í HÍ meira menntaða foreldra heldur en þeir sem voru í HA og getur það spilað inn í ákvörðun þeirra að fara suður. Einnig kom í ljós að allir þessir einstaklingar myndu vilja fara til útlanda til þess að ferðast eða fara í frekara nám, en HA nemar myndu frekar flytja aftur til Akureyrar og eyða ævinni þar frekar en HÍ nemar. Þá sýna þessar niðurstöður að fjölskyldan, námið og tengsl hafa ekki eins mikil áhrif á ákvörðun þeirra eins og það að þurfa að prófa eitthvað nýtt hefur áhrif á þau.