„Kvennaathvarf er þannig að það þyrfti að reka þetta eins og slökkvistöð, alltaf tilbúin hvort sem það er eldur eða ekki“ Starfsemi kvennaathvarfsins á Akureyri

Árið 2020 opnaði kvennaathvarfið á Akureyri starfsemi sína. Starfsemi þess hefur ekki verið rannsökuð áður en kvennaathvarfið á Akureyri er útibú frá kvennaathvarfinu í Reykjavík og er rekið af sömu aðilum. Rannsóknin er eigindleg og byggir á 10 viðtölum við 11 viðmælendur. Markmiðið var að fá sem f...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Fanný Unnar Traustadóttir 1997-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2023
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/43757
Description
Summary:Árið 2020 opnaði kvennaathvarfið á Akureyri starfsemi sína. Starfsemi þess hefur ekki verið rannsökuð áður en kvennaathvarfið á Akureyri er útibú frá kvennaathvarfinu í Reykjavík og er rekið af sömu aðilum. Rannsóknin er eigindleg og byggir á 10 viðtölum við 11 viðmælendur. Markmiðið var að fá sem fjölbreyttasta sýn á starfsemi kvennaathvarfsins á Akureyri og því var viðmælendahópurinn fjölbreyttur. Einnig var farið í vettvangsathugun í kvennaathvarfið á Akureyri til að öðlast dýpri skilning á móttöku kvenna sem þangað leita. Notuð voru tölfræðileg gögn frá kvennaathvarfinu og lögreglunni til að fá heildræna mynd af þörfinni fyrir kvennaathvarf. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á hið góða starf sem kvennaathvarfið á Akureyri er að sinna. Starfskonur athvarfsins voru allar af vilja gerðar til þess að aðstoða þolendur og það sama á við um samstarfsaðilana. Í ljós kom að ekki ríkir mikil vitneskja um starfsemi kvennaathvarfsins á Akureyri meðal íbúa á svæðinu sem og nágrannabæjum. Konur sem dvelja í athvarfinu þurfa oft á fjölþættri aðstoð að halda og miklum stuðning og því þarf að leggja meiri áherslu á fræðslu meðal starfskvenna athvarfsins. Bæta þarf aðgengi að kvennaathvarfinu fyrir fatlaðar konur og fötluð börn, en aðgengi að húsinu er ekki nógu gott.