Húsnæðisstefna fyrir fatlað fólk - Tengslanet í opinberri stjórnsýslu á vegum sveitarfélaga

Þessi ritgerð fjallar um húsnæðisstefnu sveitarfélaga hvað varðar málefni fatlaðs fólks. Til afmörkunar voru tvö.sveitarfélög tekin fyrir í þessari rannsókn: Reykjavíkurborg og Hafnarfjarðarbær en bæði sveitarfélögin, eins og önnur á Íslandi, tóku við málefnum fatlaðs fólks þegar þau voru yfirflutt...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Stefán Pettersson 1994-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2023
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/43732
Description
Summary:Þessi ritgerð fjallar um húsnæðisstefnu sveitarfélaga hvað varðar málefni fatlaðs fólks. Til afmörkunar voru tvö.sveitarfélög tekin fyrir í þessari rannsókn: Reykjavíkurborg og Hafnarfjarðarbær en bæði sveitarfélögin, eins og önnur á Íslandi, tóku við málefnum fatlaðs fólks þegar þau voru yfirflutt frá ríki til sveitarfélaga árið 2011. Sveitarfélög fóru þá sínar leiðir til þess að sinna þjónustu við fatlað fólk, þá einnig fyrir húsnæðisúrræði og þjónustu á heimilum. Stóra samhengi rannsóknarinnar er að draga lærdóm af því hvernig tengslanet í opinberri stjórnsýslu myndast, hvernig þau virka og hvað er það sem.einkennir þau. Með það í huga er markmið rannsakanda að greina tengslanet Reykjavíkur og Hafnarfjarðar þegar kemur að húsnæðisstefnu fatlaðs fólks og í ljósi kenninga um tengslanet. Í rannsókninni er stuðst við greiningarramma Koliba, Meek, Zia og Mills til að varpa ljósi á hvernig tengslanet.í opinberri stjórnsýslu.myndast. Aðferðarfræði eigindlegra tilviksrannsókna er notuð en aðalrannsóknaraðferðin er greining á heimildum um starfsemi Reykjavíkur og Hafnarfjarðar er kemur að húsnæðisstefnu hvað varðar fatlaða. Niðurstöðurnar sýna að mismunandi bakgrunnur hjá sveitarfélögunum höfðu áhrif á það hvers konar ákvarðanir voru teknar þegar málaflokkurinn var yfirfluttur frá ríkinu. Með því fóru Reykjavík og Hafnarfjörður ólíkar leiðir til þess að uppfylla lögskyld verkefni um þjónustu við fatlað fólk en bæði líkum og ólíkum aðferðum var beitt til þess að nálgast mismunandi þátttakendur. Koliba, Meek, Zia og Mills nefna að það sem einkennir mismunandi tengslanet er hvernig skipulag, völd og áhrif tengslaneta eru háttuð og sömuleiðis eftir því hvernig stjórntæki hins opinbera eru notuð. Færð eru rök fyrir því að sveitarfélögin tvö hafi notað blandaðar aðferðir í sínum tengslanetum og teljast sem dæmigerð stýrinet í opinberri stjórnsýslu en með áherslumun, þar sem Reykjavíkurborg beitir meira boðvaldi en Hafnarfjörður samstarfi og samvinnu. Í báðum tilvikum myndaðist miðstýrt tengslanet hjá sveitarfélögunnum í ...