Náms- og starfsmöguleikar einstaklinga með þroskahömlun að loknu námi í framhaldsskóla

Menntun og atvinna án aðgreiningar geta verið mikilvæg fyrir einstaklinga og samfélagið sem þeir búa í og því þurfa náms- og atvinnumöguleikar að standa öllum til boða eftir útskrift úr framhaldsskóla. Markmið ritgerðarinnar var að leitast við að skoða hverjir möguleikar fólks með þroskahömlun eru t...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ingibjörg Sólveig Finnsdóttir 2000-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2023
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/43645
Description
Summary:Menntun og atvinna án aðgreiningar geta verið mikilvæg fyrir einstaklinga og samfélagið sem þeir búa í og því þurfa náms- og atvinnumöguleikar að standa öllum til boða eftir útskrift úr framhaldsskóla. Markmið ritgerðarinnar var að leitast við að skoða hverjir möguleikar fólks með þroskahömlun eru til menntunar og atvinnu á Íslandi. Settar voru fram eftirfarandi rannsóknarspurningar: Hvað hafa stjórnvöld gert til þess að tryggja rétt fólks með þroskahömlun til náms og atvinnu? Og hvaða náms- og atvinnutækifæri standa fólki með þroskahömlun til boða eftir útskrift úr framhaldsskóla? Ritgerðin byggir á heimildum um efnið og má þar nefna bækur, ritgerðir og heimildir úr stjórnsýslu. Niðurstöðurnar leiða í ljós að sú lagaumgjörð sem samþykkt hefur verið hér á landi er varðar málefni fatlaðs fólk hefur verið mikilvæg til að tryggja þeim jöfn tækifæri. Mikilvægt er að vinna stöðugt að því að bæta stöðu fatlaðs fólk, en stefnur stjórnvalda sýna vilja til þess að bæta úr félagslegri stöðu þeirra meðal annars með auknum náms- og atvinnumöguleikum. Stjórnvöld hafa líst því yfir að verið sé að þróa ný verkefni sem eiga að auka námsmöguleika fólks með þroskahömlun en einnig er verið að kortleggja atvinnumöguleika þeirra. Fatlað fólk stendur frammi fyrir mörgum áskorunum á vinnumarkaði en eins og er geta þeir sótt um vinnu á vernduðum vinnustöðum eða á almennum vinnumarkaði með eða án stuðnings. Fólki með þroskahömlun stendur einnig til boða að sækja námskeið hjá símenntunarmiðstöðvum og svo eru Háskóli Íslands og Myndlistaskólinn í Reykjavík með sér námsbrautir fyrir einstaklinga með þroskahömlun.