Ferli nýbygginga og fjármögnun

Hver eru ferli nýbygginga og fjármögnunarleiðir á íbúðarhúsnæðum á Íslandi? Verkefnið spratt út frá því að húsnæðismarkaðurinn hefur verið á brennidepli helstu fjölmiðla og umræðna í samfélaginu á Íslandi síðustu ár. Staða markaðarins í dag er ansi svört og mætti að mörguleyti líkja við stöðu markað...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Styrmir Sigurðsson 1991-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/43530
Description
Summary:Hver eru ferli nýbygginga og fjármögnunarleiðir á íbúðarhúsnæðum á Íslandi? Verkefnið spratt út frá því að húsnæðismarkaðurinn hefur verið á brennidepli helstu fjölmiðla og umræðna í samfélaginu á Íslandi síðustu ár. Staða markaðarins í dag er ansi svört og mætti að mörguleyti líkja við stöðu markaðarins við hrun 2007-2008. Tilgangur verkefnisins var að skoða markaðinn, athuga hverjar fjármögnunarleiðir eru til staðar hjá Lífeyrissjóðum tveimur, HMS og þriggja banka á Íslandi. Skoðað var einnig umhverfissvænni lánaleiðir og kröfur þeirra, ástæðan fyrir því var einnig sú að ásamt því að húsnæðismarkaðurinn sé umtalaður í dag er umhverfisáhrif iðnaðarins umtalað og mikið lagt í að draga úr umhverfisáhrifum m.a í byggingariðnaði. Því var farið í skoðunar á þessum umhverfisáhrifum sem iðnaðurinn veldur, jafnframt var lagt til með að setja sérstaka áherslu á svansvottun, sem er umhverfisvottun og veitir vottun til nýbygginga ásamt fleiri vottunum. Útfrá gögnum varðandi kostnað á húsnæðiskaupum í dag, var lagt með að rannsaka hvort hægt væri að tvinna saman ódýrari húsnæði og í leið umhverfisvænni með sameiningu á einingarhúsi og svansvottunar. Við þessa rannsókn var lagt mikla áherslu á mat sérfræðinga á hverju sviði. Gerð var eigindleg rannsókn til að fá dýpri skilning á fræðunum. Fengið var til sín sérfræðinga í svansvottun og sérfræðinga í sjálfbærni banka. Þessar niðurstöður voru undirstaða að verkefninu, til aðstoðar var húsasmiðameistari sem kom að byggingu einingarhússins, sem var raunverkefni þar sem undirritaður aðstoðaði við ferli einingarhús í Hveragerði. Niðurstöður verkefnisins leiða í ljós ýmis úrbótaverkefni í byggingariðnaðinum, og leggur með að grunn fyrirstaða til betrumbætunar þegar kemur að umhverfisáhrifum iðnaðarins sé samheildni og samstarf ólíkra hagaðila. Framtíð byggingariðnaðarins á Íslandi liggur í umhverfisvænum lausnum, endurbótum á byggingarreglugerð og hertu eftirliti. How are the processes and financing opportunities in residential buildings in Iceland? This subject for the essay ...