Hver er framtíð verslunar á Íslandi með tilliti til hraðari tækniframfara og aukinnar netverslunar?

Mikil aukning hefur verið á netverslunum fyrirtækja á Íslandi á síðast liðnum árum og má því segja að fyrirtæki eru í stöðugri samkeppni að halda í við samkeppnisaðila hvað varðar vöxt og tækniframfarir. Netverslun er þæginleg lausn fyrir neytendur sem eru að leita eftir ákveðinni vöru og getur auðv...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Kristjana Sif Högnadóttir 1990-, Gylfi Már Ágústsson 1975-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/43503
Description
Summary:Mikil aukning hefur verið á netverslunum fyrirtækja á Íslandi á síðast liðnum árum og má því segja að fyrirtæki eru í stöðugri samkeppni að halda í við samkeppnisaðila hvað varðar vöxt og tækniframfarir. Netverslun er þæginleg lausn fyrir neytendur sem eru að leita eftir ákveðinni vöru og getur auðveldað ákvarðanartöku varðandi vörukaupin. Því keppast fyrirtæki við það að viðhalda trausti og styrkja sína stöðu á markaði í huga neytenda. Rannsóknarspurningin sem höfundar leitast eftir að fá svar við í gegnum vinnslu verkefnisins var: „Hver er framtíð verslunar á Íslandi m.t.t. hraðari tækniframfara og og aukinnar netverslunar?“ Farið er yfir þá kafla fræðinnar sem tengir neytendur við verslanir og endanleg kaup. Þar er farið yfir skilgreiningar á hugtökunum netverslarnir, tegundir netverslanna, neytendahegðun og kauphegðun. Framkvæmd var megindleg og eiginleg rannsóknaraðferð þar sem send var út spurningakönnun og viðtöl tekin. Spurningakönnunin var send út á samfélagsmiðlinum Facebook og fengust alls 309 svör sem unnin vöru í forritinu Microsoft Excel. Viðtöl voru tekin við fjögur fyrirtæki með mismunandi verslanir þar sem spurt var um stöðu fyrirtækisins og fyrirhugaða framtíð og voru þau svo borin saman við fræðina. Helstu niðurstöður voru þær að stór aukning hefur verið á netverslun og fyrirtæki munu leggja aukna áherslu á netverslun til framtíðar. Netverlun mun hjálpa mikið til við að viðhalda hefðbundinni verslun þar sem neytendur leita oftar en ekki fyrst í netverslun fyrirtækis sem telst vera leitargluggi inní hina hefðbundnu verslun. There has been a large increase in the online stores in Iceland in recent years, and it can therefore be said that companies are in constant competition to keep up with competitors in terms of growth and technological progress. Online shopping is a convenient way for the mind of the consumer who is looking for a specific product and can facilitate decision making regarding the product purchase. Therefore, companies compete to maintain trust and strengthen their position in ...