Stolnar fjaðrir eða stuðningur? Stunda fyrirtæki á Íslandi bleikþvott?

Í þessari rannsókn er leitast við að skoða birtingarmynd bleikþvottar á Íslandi í tengslum við málefni hinsegin fólks og svara með því rannsóknarspurningunni: „Stunda fyrirtæki á Íslandi bleikþvott?“ Markmið rannsóknarinnar er að leggja mat á hvort fyrirtæki á Íslandi taki meðvitaða ákvörðun að nýta...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Bryndís Inga Reynis 1994-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/43491
Description
Summary:Í þessari rannsókn er leitast við að skoða birtingarmynd bleikþvottar á Íslandi í tengslum við málefni hinsegin fólks og svara með því rannsóknarspurningunni: „Stunda fyrirtæki á Íslandi bleikþvott?“ Markmið rannsóknarinnar er að leggja mat á hvort fyrirtæki á Íslandi taki meðvitaða ákvörðun að nýta sér málefni hinsegin fólks til eigin ávinnings og hvort bendla megi fyrirtæki við bleikþvott, fyrir það eitt að skreyta vörumerki sín með regnbogafána, málstaðnum til stuðnings. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð í þeim tilgangi að kanna viðhorf til bleikþvottar og markaðsefni sem fyrirtæki birta í tengslum við Hinsegin daga. Tekin voru fjögur hálfstöðluð viðtöl við einstaklinga sem tengjast rannsóknarefninu með beinum og óbeinum hætti. Viðmælendurnir eiga það sameiginlegt að hafa bakgrunn þegar snýr að markaðsmálum og áttu því auðvelt með að varpa ljósi á ólík sjónarhorn viðfangsefnisins. Viðtölin voru flokkuð í fimm meginþemu og voru niðurstöður þeirra greindar og fengnar með því. Þemun varpa ljósi á mikilvæg atriði sem snúa að bleikþvotti og greina helstu atriði sem fram komu í fræðikafla ritgerðarinnar. Helstu niðurstöður gefa til kynna að fyrirtæki á Íslandi gerist sek um að stunda bleikþvott en þó sé með sanni ekki hægt að fullyrða að hvert og eitt þeirra hafi ekki gert það af ásettu ráði. Í því samhengi má nefna að fyrirtækin hafi fyrst og fremst ætlað að sýna málefnum hinsegin samfélagsins stuðning, án þess að ætla að hljóta af því fjárhagslegan ávinning. Út frá þeirri niðurstöðu er nauðsynlegt að vekja fyrirtæki til umhugsunar, sem mörg hver átta sig ekki fyllilega á hvaða tilfinningar eða vinna liggi að baki málefnum og einkennum sem heyra til hinsegin samfélagsins. Lykilorð: Hinsegin samfélagið, regnbogatákn, góðgerðarmarkaðssetning, bleikþvottur, sýnileiki This study seeks to examine the manifestation of pinkwashing in Iceland in relation to the issue of the LGBTQ community and thereby answer the research question: "Do companies in Iceland practice pinkwashing?" The aim of the study is to assess ...