Nálgunarbann : uppfyllir Ísland skyldur 50. og 53. greinar Istanbúl samningsins um fullnægjandi vernd til handa þolendum?

Nálgunarbann. Uppfyllir Ísland skyldur 50. og 53. greinar Istanbúl samningsins um fullnægjandi vernd til handa þolendum? Samningur Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi, svokallaður Istanbúl-samningur, var fullgiltur af hálfu Íslands árið 2018. Meðal ma...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Unnur Ósk Sigfinnsdóttir 1982-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/43483
Description
Summary:Nálgunarbann. Uppfyllir Ísland skyldur 50. og 53. greinar Istanbúl samningsins um fullnægjandi vernd til handa þolendum? Samningur Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi, svokallaður Istanbúl-samningur, var fullgiltur af hálfu Íslands árið 2018. Meðal markmiða samningsins er að setja fram heildarramma, stefnu og ráðstafanir til að vernda og aðstoða þolendur ofbeldis og heimilisofbeldis. Í 50. gr. Istanbúlsamningsins er gerð sú krafa að löggæslustofnanir hafi burði til að bregðast tafarlaust og á viðeigandi hátt við ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi, með lagasetningu eða öðrum hætti, þannig að þolendum sé samstundis veitt vernd. Í 53. gr. er gerð krafa um að unnt sé að grípa til nálgunarbanns eða annarra verndarráðstafana til verndar þolendum ofbeldis. Tilgangur með nálgunarbanni, er að sá sem um það sækir, njóti verndar og fái frið fyrir geranda. Í samfélagsumræðunni síðustu misseri hefur það vakið athygli, hversu litlar afleiðingar það virðist hafa þegar einstaklingur brýtur gegn nálgunarbanni og að úrræðaleysi valdi því að lögreglan og löggjafinn bregðast seint við. Ef afleiðingar þess að brjóta gegn nálgunarbanni eru engar, þá er verndin í raun ekki til staðar. Umkvartanir þolenda lýsa varnarleysi þeirra og úrræðaleysi lögreglu gagnvart ítrekuðum brotum án teljandi afleiðinga. Tilgangur þessarar ritgerðar er að rannsaka hvort Ísland uppfylli skuldbindingar Istanbúlsamningsins hvaða varðar nálgunarbann og tafarlausa vernd, sbr. 50. og 53. gr. samningsins. Niðurstaða ritgerðarinnar er sú, að íslensk stjórnvöld uppfylla ekki að fullu ákvæði 50. og 53. gr. Istanbúlsamningsins, um nálgunarbann og tafarlausa vernd. Restraining Order. Does Iceland comply with articles 50. and 53. of the Istanbul Convention with regards to adequate protection for victims? The Council of Europe Convention on preventing and combating violence against women and domestic violence, so called Istanbul Convention, was ratified by the Icelandic Government in 2018. Among the Convention ...