Hvernig líður þér í vinnunni? Hefur Covid-19 faraldurinn haft áhrif á líðan leikskólastarfsmanna?

Síðastliðin tvö ár hafa verið fordæmalaus með tilkomu Covid-19 faraldursins. Samfélagið hefur þurft að aðlaga sig að síbreytilegum sóttvarnarreglum. Fyrirtæki brugðu mörg hver á það ráð að setja starfsmenn í fjarvinnu en sá möguleiki var ekki í boði fyrir leikskóla. Starfsmenn leikskóla voru settir...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Málfríður Dögg Sigurðardóttir 1980-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/43453
Description
Summary:Síðastliðin tvö ár hafa verið fordæmalaus með tilkomu Covid-19 faraldursins. Samfélagið hefur þurft að aðlaga sig að síbreytilegum sóttvarnarreglum. Fyrirtæki brugðu mörg hver á það ráð að setja starfsmenn í fjarvinnu en sá möguleiki var ekki í boði fyrir leikskóla. Starfsmenn leikskóla voru settir í flokk framlínustarfsmanna og hafa þeir starfsmenn staðið vaktina í öllum bylgjum Covid-19 faraldursins. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna líðan starfsmanna í leikskólum Garðabæjar ásamt því að skoða hvort að starfsmenn upplifi að Covid-19 faraldurinn hafi haft áhrif á líðan þeirra. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð þar sem tekin voru viðtöl við tólf starfsmenn úr fimm leikskólum. Niðurstöður gefa til kynna að starfsmenn leikskóla séu undir miklu álagi og nái sjaldnast að sinna öllum þeim verkefnum sem í þeirra verkahring eru. Álagið tengist fjölda verkefna, mönnun leikskóla ásamt vinnuaðstæðum. Covid-19 faraldurinn hafði áhrif á líðan starfsmanna hvað varðar aukið álag, kvíða og ótta. Niðurstöður benda til þess að álagið hafi verið til staðar fyrir tíma Covid-19 en að faraldurinn hafi aukið þar á. Með hólfaskiptingu leikskóla upplifðu starfsmenn leikskóla hve mikilvægur félagslegur stuðningur er á vinnustað og sérstaklega þegar að starfsmenn vinna undir miklu álagi. Niðurstöður benda til þess að endurskoða þurfi þá verkferla sem farið er eftir hvað varðar fjölda starfsmanna og barna á hverjum leikskóla fyrir sig með vellíðan barna og starfsmanna að leiðarljósi. The covid-19 epidemic has presented challenges over the past two years that have been without precedence. Society has been forced to adapt to everchanging infection control procedures. Many companies made their workers work from home, however this is not a possibility for kindergartens. Kindergarten workers were categorized as critical workers and their work was not discontinued during the epidemic. This study aims to explore the well-being of kindergarten workers in the municipality of Garðabær and how the Covid-19 epidemic may have ...