Verkefnasafn með kennsluleiðbeiningum fyrir efnisfræði málmiðna

Lítið hefur verið fjallað um efnisfræði málmiðna í námi iðnnema hér á landi og skortur er á fræðilegu efni um málma. Til að mæta þörf fyrir þessa þekkingu hefur höfundur þessarar ritgerðar sett saman verkefnasafn með kennsluleiðbeiningum fyrir kennara í efnisfræði málmiðna. Ritgerðin samanstendur af...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Móses Helgi Halldórsson 1972-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/43435
Description
Summary:Lítið hefur verið fjallað um efnisfræði málmiðna í námi iðnnema hér á landi og skortur er á fræðilegu efni um málma. Til að mæta þörf fyrir þessa þekkingu hefur höfundur þessarar ritgerðar sett saman verkefnasafn með kennsluleiðbeiningum fyrir kennara í efnisfræði málmiðna. Ritgerðin samanstendur af greinargerð og verkefnasafni. Verkefnasafnið var þróað og að hluta til tilraunakennt á meðan höfundur var kennari við Borgarholtsskóla í Reykjavík og Verkmenntaskóla Austurlands. Í fræðilega kafla ritgerðarinnar er fyrst fjallað um undirbúning nemenda fyrir starf í iðnaði. Því næst er fjallað um nám í grunndeild málm- og véltæknigreina og heppilegar kennsluaðferðir. Síðan kemur annar meginhluti verksins sem er verkefnasafn er tekur til efnisfræði málmiðna. Gerð er grein fyrir námsefninu, uppbyggingu þess og notkun. Að lokum ræðir höfundur um verkið og dregur sínar ályktanir.