Áhrif COVID-19 faraldursins á framhaldsskólanemendur : fjarkennsla, aðstæður og líðan nemenda

Þegar heimsfaraldur vegna COVID-19 skall á vorið 2020 hafði það afgerandi áhrif á skólastarf um allan heim. Skólum var lokað, taka þurfti upp nýjar kennsluaðferðir á augabragði og kennarar og nemendur unnu heima vikum og mánuðum saman á vorönninni. Ljóst er að þessir atburðir höfðu mikil áhrif á nem...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðlaug M. Pálsdóttir 1969-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Master Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/43405
Description
Summary:Þegar heimsfaraldur vegna COVID-19 skall á vorið 2020 hafði það afgerandi áhrif á skólastarf um allan heim. Skólum var lokað, taka þurfti upp nýjar kennsluaðferðir á augabragði og kennarar og nemendur unnu heima vikum og mánuðum saman á vorönninni. Ljóst er að þessir atburðir höfðu mikil áhrif á nemendur, líðan þeirra og skólagöngu. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna áhrif COVID-19 faraldursins á nám og líðan framhaldsskólanemenda á Íslandi eftir mikla röskun á skólastarfi í rúmt ár. Á vorönn 2021 var spurningalisti lagður fyrir nemendur í fjórum framhaldsskólum. Spurt var um upplifun nemenda af náminu, aðstöðu og stuðning heima fyrir og líðan á þeim tíma sem fjarkennsla fór fram. Þrír skólanna voru fjölbrautaskólar og einn hefðbundinn bekkjarskóli. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að nemendur höfðu gott aðgengi að tölvum til að nota í náminu og næði til að vinna heima. Þau höfðu góðan stuðning frá foreldrum og vinum og nemendum fannst kennurum almennt ganga vel að kenna á netinu. Nýnemar fengu frekar þá aðstoð sem þau þurftu við námið en eldri nemendur og þau fengu einnig meira utanumhald þar sem þess var frekar gætt að þau mættu í fjarkennslutíma og lærðu heima. Tæplega helmingur þeirra upplifði aukið námsálag og meirihluti nemenda upplifði betra eða svipað gengi í náminu. Um helmingur nemenda upplifði minni kvíða í fjarkennslu og tæplega fjórðungur upplifði meiri kvíða. Eins var um helmingur meira einmana en áður. Stúdentsnemendur í bekkjarskólanum fundu bæði fyrir meiri kvíða og meiri einmanaleika en stúdentsnemendur í fjölbrautaskólunum. Um helmingi nemenda fannst gott að mæta aftur í skólann aftur eftir samkomutakmarkanir en fjórðungi fannst það slæmt. Niðurstöðurnar sýna að fjarkennslan gekk að mörgu leyti vel en félagslegi þátturinn var erfiðari. Einnig sýna niðurstöðurnar að sameiginlegt átak skóla og heimila hélt skólastarfi gangandi á þessum krefjandi tímum og meirihluti nemenda lagaði sig mjög vel að breyttu fyrirkomulagi. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum COVID-19 á skólastarf ...