Rickettsia-smit í sæeyrum

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Tilgangur tilraunarinnar var að sannreyna tilraunir sem gerðar hafa verið á rauðum sæeyrum (Haliotis rufescens) til að koma í veg fyrir sýkingar af völdum “Rickettsia- bakteríu”.Gerðar hafa verið tilraunir með sýklalyfinu “Oxyetracyclin”...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Gunnar Jónsson
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2006
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/434
Description
Summary:Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Tilgangur tilraunarinnar var að sannreyna tilraunir sem gerðar hafa verið á rauðum sæeyrum (Haliotis rufescens) til að koma í veg fyrir sýkingar af völdum “Rickettsia- bakteríu”.Gerðar hafa verið tilraunir með sýklalyfinu “Oxyetracyclin” sem hafa sýnt fram á að hægt sé að halda sýkingu í skefjum eða eyða sýkingu alveg. Eitt af megineinkennum sjúkdómsins er næringarskortur, dýrin éta minna en skila frá sér meiri úrgangi samanborið við heilbrigð dýr. Búast má við dauða sýktra dýra innan við mánuði eftir að merki um smit hafa gert vart við sig. Í tilrauninni voru dýr sprautuð daglega í 14 daga með ákveðnum skammti af lyfjablöndu en dýr úr sama hópi send í greiningu við Tilraunastöð HÍ á Keldum til að fá staðfestingu smits. Niðurstöður tilraunarinnar sýndu að ekki fundust nein merki smits eftir þriggja vikna hvíldartíma eftir meðhöndlun. Niðurstöður gefa því vísbendingu um að unnt sá að losna alfarið við smit með þessari meðhöndlun. Lykilorð: Sæeyra, Rickettsia, Oxytetracyclin