Mat fatlaðs fólks á þátttöku sinni heima fyrir, í vinnu og í frístundum á Íslandi : Lýðgrunduð lagskipt greining

Inngangur: Samspil einstaklingsbundinna, félagslegra og efnahagslegra þátta getur haft áhrif á hvernig fatlað fólk upplifir tækifæri til að taka þátt í samfélaginu. Í rannsóknum er oft einblínt á hve oft folk tekur þátt í stað þess að beina sjónum að huglægri reynslu fatlaðs fólks af þátttöku sinni....

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Carmen Fuchs 1990-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:English
Published: 2023
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/43387
Description
Summary:Inngangur: Samspil einstaklingsbundinna, félagslegra og efnahagslegra þátta getur haft áhrif á hvernig fatlað fólk upplifir tækifæri til að taka þátt í samfélaginu. Í rannsóknum er oft einblínt á hve oft folk tekur þátt í stað þess að beina sjónum að huglægri reynslu fatlaðs fólks af þátttöku sinni. Þessi rannsókn byggir á Norræna tengslasjónarhorninu á fötlun og þeim samspilsskilningi sem einkennir Alþjóðlega flokkunarkerfið um færni, fötlun og heilsu (ICF). Markmið: Í fyrsta lagi að varpa ljósi á félagslega stöðu, fjárhag og þær skerðingar sem fullorðið fatlað fólk býr við. Í öðru lagi að kanna hvernig fólkið sjálft metur þátttöku sína á heimili, í vinnu og í frístundum með hliðsjón af ofangreindum umhverfis- og einstaklingsbundnum þáttum. Aðferðir: Þetta var þversniðsrannsókn sem byggði á svörum 1,647 fatlaðra einstaklinga sem tóku þátt í fjórðu Heilsu og Líðan Íslendinga könnunar Landlæknis. Lýsandi tölfræði var notuð við úrvinnsluna og Pearson´s kí-kvaðrat próf til að meta tölfræðilega ályktanir. Niðurstöður: Mikill meirihluta fatlaðra svarenda var með tekjur og menntunarstig undir meðaltali. Geðrænar og vitrænar skerðinga voru algengari hjá yngri svarendum, en líkamlegar og skynskerðingar meira áberandi meðal eldri einstaklinga. Tekjur og tegund skerðingar höfðu óháð tengsl (p<0.05) við mun á sjálfsmati hvað varðar þátttöku á heimili, í vinnu og í frístundum. Marktækur munur var á mati karla og kvenna á þátttöku á heimili og í frístundum. Einnig var marktækur munur á þátttöku í frístundum sem tengdist því á hvaða æviskeiði fötlunar varð vart. Ályktun: Tegund skerðingar, félagslegir og efnahagslegir þættir hafa áhrif á hvernig fatlað fólk metur þátttöku sína á heimilinu, í vinnu og í frístundum. Mikilvægi rannsóknar: Rannsóknin gefur mikilvæga innsýn í reynslu og aðstæður fatlaðs fólks. Niðurstöður geta nýst fötluðu fólki og stefnumótandi aðilum við ákvarðanatöku, svo sem varðandi aðgengi fatlaðs fólks að efnislegu og félagslegu umhverfi og þjónustu. Mikilvægt er að hafa kynjasjónarmið að leiðarljósi en ...