Orðlengdarhrifin í íslensku í ljósi kenningar Baddeleys um vinnsluminni

Kenning Alans Baddeley um vinnsluminni gerir m.a. ráð fyrir hljóðkerfislykkju (phonological loop) sem hefur þann eiginleika að geyma yrt efni í hljóðrænu formi. Gert er ráð fyrir því að minnisatriði dofni ef þeim er ekki viðhaldið með endurtekningu. Einnig að rýmd hins yrta vinnsluminnis ráðist af l...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðmundur D. Haraldsson 1982-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2010
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/4336
Description
Summary:Kenning Alans Baddeley um vinnsluminni gerir m.a. ráð fyrir hljóðkerfislykkju (phonological loop) sem hefur þann eiginleika að geyma yrt efni í hljóðrænu formi. Gert er ráð fyrir því að minnisatriði dofni ef þeim er ekki viðhaldið með endurtekningu. Einnig að rýmd hins yrta vinnsluminnis ráðist af lengd minnisatriðanna (orðlengdarhrif). Síðastnefnda atriðið hefur verið umdeilt og ekki tekist að sýna fram á orðlengdarhrif í öllum rannsóknum. Hefur því meðal annars verið haldið fram að orðlengdarhrifin komi aðeins fram í hinum upphaflegu orðalistum Badddeleys. Var ákveðið að ráðast í prófun á þessu með íslenskum þátttakendum og íslenskum orðalistum. Rannsóknin er í megindráttum endurtekning á klassískri rannsókn Alan Baddeley og félaga frá 1975. Tuttugu þátttakendur fóru hver um sig í gegnum 18 umferðir. Hver umferð samanstóð af því að fimm orð voru birt á tölvuskjá eða spiluð í heyrnartólum ásamt upprifjun. Orðin voru ýmist eins, þriggja eða fimm atkvæða. Birtingarmáti var alltaf sá sami innan umferðar sem og atkvæðafjöldi. Framburðartími orðanna var og mældur. Greinileg orðlengdarhrif komu fram; þátttakendur mundu frekar einkvæð orð en fimmkvæð orð, þríkvæð orð voru á milli. Skemmri tíma tók að bera fram einkvæð orð en fimmkvæð, aftur voru þríkvæðu orðin á milli. Fylgni milli heildarframburðartíma orða í umferð og upprifjunar var neikvæð og miðlungs-sterk. Þátttakendur mundu frekar orð þegar þau voru spiluð hljóðrænt. Engin samvirkni var á milli orðlengdar og birtingarforms. Orðlengdarhrifin hér styðja þá kenningu Baddeleys að vinnsluminni sé m.a. uppbyggt af lykkju sem getur geymt orð hljóðrænt og að rými hennar sé háð orðlengd. Tilgáta var sett fram um hví auðveldara reynist að rifja upp orð spiluð hljóðrænt.