Þegar feðraveldið er skrifað í stein, byggingar og götur

Í daglegu lífi borgarbúa umgöngumst við borgina okkar án þess að veita því sérstakan gaum hvort að borgin og umgjörð hennar sé sniðin að öllum þegnum hennar. Í þessari ritgerð verður skoðað hvaða áhrif borgarskipulag getur haft á hegðun fólks með sérstöku tilliti til kynjasjónarmiða. Áhersla er lögð...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sunna Sigmarsdóttir 1990-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2023
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/43273
Description
Summary:Í daglegu lífi borgarbúa umgöngumst við borgina okkar án þess að veita því sérstakan gaum hvort að borgin og umgjörð hennar sé sniðin að öllum þegnum hennar. Í þessari ritgerð verður skoðað hvaða áhrif borgarskipulag getur haft á hegðun fólks með sérstöku tilliti til kynjasjónarmiða. Áhersla er lögð á hvernig kynjatvíhyggjan birtist okkur í borgarskipulagi eða það karllæga og kvenlega sem eru algengustu hlutverk þeirra félagslegu forskrifta sem við lifum eftir. Með aðstoð kenninga Pierre Bourdieu, Simone de Beauvoir og Michelle Zimbalist Rosaldo verður kannað hvort og þá hvaða áhrif borgarskipulag kann að hafa á veruhátt okkar. Byrjað verður á því að skoða landbúnaðarsamfélög hér áður fyrr og hlutverk kynja þess tíma og hvernig þróunin varð samhliða myndun siðmenningar vestrænna samfélaga. Eins verða tekin dæmi frá völdum evrópskum borgum og hver framlög þeirra hafa verið til að mæta þörfum kvenna þegar kemur að byggingum og borgum. Til samanburðar verða ýmsar skýrslur og tillögur Reykjavíkur skoðaðar til þess að varpa ljósi á það hvar höfuðborgin okkar stendur. Niðurstöður gefa til kynna að Reykjavík sé töluvert á eftir nágrannaborgum sínum þegar kemur að því að bjóða upp á fjölbreytt búsetufyrirkomulag fyrir ólíkar þarfir kvenna sem almennt ganga um stræti karlgerðra (e.man-made) borga. Borgir og byggingar hafa að mestu verið hannaðar af körlum og fyrir karla þar sem þeir fara með yfirráð úti í samfélaginu en heimilið var tileinkað konum sem getur haft heftandi áhrif á líf kvenna bæði félagslega, efnahagslega, líkamlega og táknrænt. Hlutverk kvenna hafa að mestu verið tengd við heimilissviðið og karlar hafa yfirhöndina á almenningssviðinu, borgir eru því skipulagðar með rótgróin kynjahlutverk í huga og reynist jafn flókið að endurskipuleggja borgina eins og að steypa feðraveldinu af stóli.