Orðaheimurinn: Málörvun fjöltyngdra leikskólabarna með kennslustýrðri nálgun

Mikil og hröð aukning hefur orðið á fjölda íbúa með erlendran bakgrunn í íslensku samfélagi og hefur fjöldi fjöltyngdra barna því aukist margfalt á sama tíma. Ítrekað hafa íslenskar rannsóknir leitt í ljós að þessi hópur barna á í erfiðleikum með að tileinka sér íslenskt mál. Magn og gæði þess ílags...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Svava Heiðarsdóttir 1995-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/43203
Description
Summary:Mikil og hröð aukning hefur orðið á fjölda íbúa með erlendran bakgrunn í íslensku samfélagi og hefur fjöldi fjöltyngdra barna því aukist margfalt á sama tíma. Ítrekað hafa íslenskar rannsóknir leitt í ljós að þessi hópur barna á í erfiðleikum með að tileinka sér íslenskt mál. Magn og gæði þess ílags sem börn á leikskólaaldri fá frá fjölskyldu, kennurum og öðrum umönnunaraðilum getur spáð fyrir um það hversu vel þeim mun ganga í námi síðar meir. Sum þeirra hafa fengið mikla og góða málörvun á meðan önnur hafa einungis takmarkaða þekkingu á tungumálinu. Við upphaf leikskólagöngu búa börn yfir mismikilli hæfni í tungumálinu og málfærni þeirra er að miklu leyti komin undir baklandi hvers og eins einstaklings. Ríkulegur orðaforði og góður grunnur í íslensku eru grunnforsendur náms á öllum skólastigum og er hann nauðsynlegur svo þessi hópur barna eigi möguleika á að standa jafnfætis íslenskum skólasystkinum sínum. Snemmtæk íhlutun skiptir því miklu máli fyrir þau börn sem búa yfir minni orðaforða við upphaf leikskólagöngu. Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að kanna hagnýtt gildi málörvunarefnis Orðaheimsins (World of Words) (Neuman o.fl. 2021) í íslensku leikskólaumhverfi. Efnið var þýtt úr ensku og aðlagað að íslensku leikskólaumhverfi en upphaflega á efnið rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna þar sem það hefur verið rannsakað og sýnt fram á árangur á notkun þess meðal fjöltyngdra barna og jafnöldrum þeirra sem þurfa á aukinni málörvun að halda. Framkvæmd var fýsileikarannsókn (e. feasibility study) þar sem tvær mismunandi útfærslur efnisins voru prófaðar innan tveggja leikskóla í Reykjavík meðal 3-4 ára fjöltyngdra barna. Annar leikskólinn, sem er til athugunar í þessu verkefni, fylgdi kennslustýrðri nálgun og verkefnalýsingum um framkvæmd við innlögn efnis Orðaheimsins í einu og öllu. Hinn leikskólinn fékk öll málörvunargögn Orðaheimsins í hendurnar utan kennsluleiðbeininga og lögðu leikskólakennarar efnið inn með frjálsri aðferð. Sá hópur var jafnframt samanburðarhópur (Sædís Dúadóttir Landmark, 2022). ...