Miðborgarleikskóli og fjölskyldumiðstöð : Njálsgata 89, Reykjavík

Í þessu lokaverkefni var unnið með samkeppnis- tillögu Ask arkitekta að nýjum miðborgarleikskóla og fjölskyldumiðstöð sem á að vera staðsettur á Njálsgötu 89. Þegar ég tek við verkefninu er samkeppnin búin og lentu Ask arkitektar ekki í efstu þremur sætunum. Byggingin átti að vera hönnuð með það að...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Halldór Ingi Elíasson 1996-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/43169
Description
Summary:Í þessu lokaverkefni var unnið með samkeppnis- tillögu Ask arkitekta að nýjum miðborgarleikskóla og fjölskyldumiðstöð sem á að vera staðsettur á Njálsgötu 89. Þegar ég tek við verkefninu er samkeppnin búin og lentu Ask arkitektar ekki í efstu þremur sætunum. Byggingin átti að vera hönnuð með það að markmiði að vera fjölskyldumiðstöð og innihalda 6 deildir fyrir börn á aldrinum eins til sex ára. Mannvirkið er á þremur hæðum auk kjallara sem inniheldur inntaksrými hússins.Burðarvirki hússins er járnbent steinsteypa. Byggingin er einangruð að utan og eru gluggar byggingarinnar ál-tré kerfi. Klæðning hússins er tvenns konar, annars vegar lerki timburklæðning og hins vegar stálgataklæðning. Innandyra eru gifs veggir sem eru hvítir að lit og glerveggjakerfi. Byggingin er með viðsnúin þök sem bæði eru með torfi og hellum sem skapa gönguleiðir. Stefnt var að því að halda í sem mest upprunalega hönnun leikskólans. Verkefnið var svo unnið eftir þeim fösum sem nemendur í byggingarfræðinni hafa tileinkað sér. Þessir fasar eru frumhönnun, forhönnun, aðaluppdrættir, verkteikningar og útboðsgögn.