Mótun höfuðborgarstefnu: Skoðanir sérfræðinga og kjörinna fulltrúa á mótun höfuðborgarstefnu á Íslandi

Tilgangur þessarar ritgerðar er að skýra hvað átt er við með höfuðborgarstefnu og draga upp mynd af því hvernig umræða um mótun slíkrar stefnu hefur þróast síðastliðinn áratug á Íslandi. Jafnframt, að afla upplýsinga frá aðilum sem starfa innan sveitarstjórnarstigsins varðandi skoðanir þeirra á mótu...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ásdís Sigurbergsdóttir 1994-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2023
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/43154
Description
Summary:Tilgangur þessarar ritgerðar er að skýra hvað átt er við með höfuðborgarstefnu og draga upp mynd af því hvernig umræða um mótun slíkrar stefnu hefur þróast síðastliðinn áratug á Íslandi. Jafnframt, að afla upplýsinga frá aðilum sem starfa innan sveitarstjórnarstigsins varðandi skoðanir þeirra á mótun höfuðborgarstefnu. Í rannsókninni var notast við eigindlegar rannsóknaraðferðir. Gögnum var safnað með sex djúp-viðtölum við sérfræðinga og kjörna fulltrúa sem starfa á sveitarstjórnarstiginu um allt land. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að viðmælendur höfðu ekki sama skilning á því hvað felist í hlutverki höfuðborgarinnar né á hvaða forsendum móta ætti höfuðborgarstefnu. Flestir viðmælendur voru sammála um að höfuðborgin hafi ákveðna sérstöðu en höfðu mismunandi skoðanir á því hvort og hvernig hún ætti að njóta sérstöðunnar. Viðmælendur höfðu ólíka sýn á hvaða áhrif höfuðborgarstefna myndi hafa á stöðu stjórnsýslueiningarinnar Reykjavíkurborgar, bæði hvað varðar lagalega stöðu höfuðborgarinnar og sjálfstæði hennar gagnvart ríkisvaldinu. Sumir töldu að sveigjanleg vald- og verkefnadreifing gæti átt við hér á landi og gæti verið mismunandi eftir íbúafjölda, verkefnum og tekjum sveitarfélaga en að mati annarra ætti skipting verkefna á milli ríkis og sveitarfélaga að vera eins gagnvart öllum sveitarfélögum. This research aims to clarify the concept of capital-city policy and to examine the discourse surrounding the formulation of such a policy in Iceland over the past decade. Additionally, six in-depth interviews were conducted with local government experts and elected representatives from various parts of Iceland using qualitative research methods to gather their views on the role of the capital and the formulation of capital-city policy. The findings of the study indicate that there was a lack of consensus among the interviewees regarding the role of the capital city and the principles upon which a capital-city policy should be based. While most interviewees acknowledged the unique character of the ...