The Goals and Interests of Japan, South Korea, and Singapore in the Arctic: A Constructivist Analysis with a Realist Contrast

Norðurslóðir hafa rutt sér til rúms í alþjóðlegri umræðu í ljósi loftslagsbreytinga á svæðinu og þeim vandamálum og tækifærum sem þeim fylgja. Erlend ríki gera sér grein fyrir þessu vaxandi mikilvægi norðurslóða, og þar á meðal hafa Japan, Suður-Kórea og Singapúr um nokkurt skeið tekið markvisst þát...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Árni Breki Ríkarðsson 1995-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:English
Published: 2023
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/43128
Description
Summary:Norðurslóðir hafa rutt sér til rúms í alþjóðlegri umræðu í ljósi loftslagsbreytinga á svæðinu og þeim vandamálum og tækifærum sem þeim fylgja. Erlend ríki gera sér grein fyrir þessu vaxandi mikilvægi norðurslóða, og þar á meðal hafa Japan, Suður-Kórea og Singapúr um nokkurt skeið tekið markvisst þátt í norðurslóðamálefnum. Til dæmis beittu þau sér fyrir því að fá stöðu áheyrnafulltrúa í Norðurskautsráðinu; þau leggja mikið af mörkum til hinnar árlegu ráðstefnu Hringborðs norðurslóða (Arctic Circle); þau taka þátt í vísindaverkefnum og tækniþróun á norðurslóðum, og Suður-Kórea og Japan hafa gefið út formlega norðurslóðastefnu. Ritgerðin kynnir það sem hæst ber í norðurslóðaþátttöku þessara tiltekinna Asíuríkja og greinir það út frá sjónarhorni félagslegrar mótunarhyggju (social constructivism) með raunhyggju (realism) sem mótstöðukenningu til þess að skilja markmið þessara ríkja á norðurslóðum. Rannsóknin er eigindleg og notast við greiningu á opinberlegum yfirlýsingum og dæmi um þátttöku þessara ríkja í málefnum og verkefnum tengt norðurslóðum. Félagsleg mótunarhyggja gefur til kynna að þessi ríki sýni öll mismunandi sjálfmyndir (identities) sem leiða til ákveðna áherslna er varðar norðurslóðir. Aftur á móti bendir raunhyggja til þess að norðurslóðasamvinna þessara ríkja byggist fyrst og fremst á efnahagslegum hagsmunum í tengslum við norðursjóleiðina (Northern Sea Route) og auðlindum á norðurslóðum sem og loftslagsáhyggjum. Hvort sem greiningar eru byggðar á félagslegri mótunarhyggju eða raunhyggju þá verða norðurslóðaríkin að sækjast eftir skilningi á hagsmunamótun þessara og annarra erlendra ríkja, enda hafa þær víðamikil áhrif og skilgreina erlenda þátttöku og áhuga á málefnum er varða norðurslóðir. The Arctic has increasingly gained traction in international discourse, given climate change in the region and its accompanying issues and opportunities. This rising importance is not lost on foreign powers, with Japan, South Korea, and Singapore taking notice, pursuing varied engagement in Arctic affairs. For ...