„Þú átt að gera“ Borðspil sem miðill

Þetta lokaverkefni er hluti af meistaraverkefni í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Verkefnið skiptist í tvo hluta; greinargerð sem fjallar um borðspil sem miðil og miðlunarverkefni í formi hönnunar á borðspili. Í greinargerðinni er fjallað um skilgreiningu leikja, rannsóknir á sviðum le...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Aðalsteinn Hannesson 1994-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Master Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/43070
Description
Summary:Þetta lokaverkefni er hluti af meistaraverkefni í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Verkefnið skiptist í tvo hluta; greinargerð sem fjallar um borðspil sem miðil og miðlunarverkefni í formi hönnunar á borðspili. Í greinargerðinni er fjallað um skilgreiningu leikja, rannsóknir á sviðum leikja, sögu borðspila og styrkleika borðspila sem miðils. Einnig verður gerð grein fyrir nokkrum lykilhugmyndum á sviði leikja- og spilahönnunar, ásamt því að farið verðuryfir undirbúningsvinnu, verkferil og framkvæmd hönnunar borðspils. Miðlunarverkefnið sjálft er frumsamið borðspil sem setur leikmenn í hlutverkyfirmanna í banka- og fjármálageiranum í aðdraganda íslenska efnahagshrunsins. Spilið, sem ber nafnið Útrás, er tilraun til þess að fanga tíðaranda þessa tímabilsog setja leikmenn um leið í aðstæður þar sem eigingjarnar og brögðóttar ákvarðanir eru verðlaunaðar, jafnvel á kostnað heildarinnar. Borðspil hafa ekki verið umfjöllunarefni fræðimanna í neinum sérstöku mæli fyrr en nýlega en með auknum vinsældum þeirra á síðustu áratugum skýtur það skökku við hversu lítið er fjallað um þennan miðil sem skipar sífellt stærra hlutverk í félagslífi okkar á 21. öldinni. Þetta lokaverkefni, og spilið Útrás, er mitt framlag til íslenskrar borðspilamenningar og er það mín von að það sé hvatning til annarra upprennandi borðspilahönnuða. Það liggur í augum uppi þegar litið er til árangurs Íslendinga á sviði bókmennta, lista, hönnunar og tölvuleikjagerðar, að það sé ekkert því til fyrirstöðu að hér fari fram blómleg borðspilahönnun. This thesis is a part of a masters degree project in Applied Studies in Culture and Communication at the University of Iceland. The project is twofold; one part is a thesis on board games as a medium and the other is the design of a board game. The thesis explores the definition of games and looks at the relatively newly established field of game studies. The thesis takes on the history of board games as well as board games unique strengths as a medium. Further subjects of the thesis are the key ...