Hrörnunarmálstol í íslensku samhengi og þýðing á PASS-kvarðanum

Hrörnunarmálstol, eða PPA, er skerðing sem rekja má til taugahrörnunar og lýsir sér sem máltruflun sem versnar eftir því sem á líður. Mikill breytileiki er á milli einstaklinga með PPA hvað varðar birtingarmynd og alvarleika málstolsins og framvindu þess. PPA hefur ekki verið rannsakað sérstaklega á...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ingibjörg Rúnarsdóttir 1990-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/43066
Description
Summary:Hrörnunarmálstol, eða PPA, er skerðing sem rekja má til taugahrörnunar og lýsir sér sem máltruflun sem versnar eftir því sem á líður. Mikill breytileiki er á milli einstaklinga með PPA hvað varðar birtingarmynd og alvarleika málstolsins og framvindu þess. PPA hefur ekki verið rannsakað sérstaklega á Íslandi áður og því skortur á upplýsingum varðandi skerðinguna í íslensku samhengi. Þar sem PPA veldur versnandi færni eru grunnlínumyndun og endurmat sérstaklega mikilvæg til að hægt sé að veita þeim sem glíma við skerðinguna viðeigandi þjónustu. PASS-kvarðinn, sem hér er til umfjöllunar, hentar vel fyrir slíkt mat. Markmið verkefnisins var tvíþætt. Annars vegar að kortleggja greiningarferli og niðurstöður greininga á hrörnunarmálstoli á Íslandi og fá þannig heildstæða mynd af því hvernig kerfið tekur á móti einstaklingum með versnandi tjáskiptafærni. Þannig væri hægt að koma auga á hvað ferst vel og hvað megi betur fara. Seinna markmiðið var að þýða Progressive Aphasia Severity Scale (PASS) yfir á íslensku. Takmarkið var að hafa í höndum matstæki sem hægt er að nota til að meta og endurmeta einstaklinga með hrörnunarmálstol hér á landi og mögulega einnig einstaklinga með versnandi tjáskiptafærni af öðrum orsökum. Greiningarferli PPA á Íslandi var kortlagt með því að safna gögnum úr sjúkraskrám einstaklinga sem áttu beiðni frá minnismóttöku til talmeinaþjónustu Landspítala vegna tjáskiptavanda árin 2015-2020. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að hrörnunarmálstol er sjaldgæf skerðing hér á landi líkt og annars staðar og reyndist óraunhæft að að draga ályktanir um birtingarmynd einstaklinga með PPA á Íslandi vegna smæðar úrtaks. Niðurstöður undirstrika hve flókið getur verið að greina málstol í tilvikum heilabilunar. Bera niðurstöður einstaklinga með PPA grun vott um þá erfiðleika sem sérfræðingar standa frammi fyrir við mismunargreiningu á PPA og Alzheimersjúkdómnum þar sem oft getur reynst erfitt að greina þar á milli, sérstaklega þegar skerðingin hefur náð fram að ganga um nokkurt skeið. Stórt atriði í niðurstöðum ...