Félagslegur stuðningur við einstaklinga með heilabilun. Þróunarverkefnið Sigurvin

Markmið rannsóknarinnar var að fá innsýn í upplifun og reynslu aðstandenda á þjónustu þróunarverkefnisins Sigurvin, sem er tilraunaverkefni til tveggja ára á vegum Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Markmiðið var að öðlast betri þekkingu og kanna hvaða áhrif félagslegur stuðningur við einstaklinga me...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ragnheiður Eva Guðmundsdóttir 1996-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/43053
Description
Summary:Markmið rannsóknarinnar var að fá innsýn í upplifun og reynslu aðstandenda á þjónustu þróunarverkefnisins Sigurvin, sem er tilraunaverkefni til tveggja ára á vegum Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Markmiðið var að öðlast betri þekkingu og kanna hvaða áhrif félagslegur stuðningur við einstaklinga með heilabilun hefur í för með sér að mati aðstandenda, kanna hvað aðstandendur telja gott við þjónustuna ásamt því hvað betur mætti fara. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna hvaða áhrif úrræðið hefur í för með sér fyrir aðstandendur og þátttakendur. Einnig að kanna hvaða þjónustu aðstandendur telja að mikilvægt sé að fá inn á heimili einstaklings með heilabilun til að koma betur til móts við þarfir þeirra. Rannsóknin var unnin út frá eigindlegum rannsóknaraðferðum. Tekin voru viðtöl við fimm aðstandendur einstaklinga með heilabilun. Viðmælendurnir voru konur, fjórar þeirra eru dætur einstaklings með heilabilun og ein þeirra er maki einstaklings með heilabilun. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að flestir þátttakendur í þróunarverkefninu Sigurvin voru ánægðir með þátttökuna í verkefninu en töldu einnig tækifæri til úrbóta á því. Allir viðmælendur vildu efla þjónustuna enn frekar. Ein af forsendum þátttöku í verkefninu er að þátttakandinn búi á heimili sínu í Reykjavík. Mikið álag er á aðstandendur að annast náinn ættingja með heilabilun ásamt því að sinna daglegu lífi, s.s. atvinnu, barnauppeldi o.fl. Aðstandendum fannst það góð tilhugsun og mikið öryggi fólgið í því að vita til þess að einhver heimsótti ættingja þeirra. Þann tíma gat aðstandandinn notað til að sinna sjálfum sér eða fjölskyldu sinni. Mikil aukning er á heilabilun á heimsvísu og ljóst er að efla þarf umönnun og aðstoð við sjúklinga með heilabilun og aðstandendur framtíðarinnar. Þar getur þróunarverkefnið Sigurvin verið brautryðjandi. Lykilorð: Heilabilun, umönnun, aðstandandi, þátttakandi, umönnunaraðili, þróunarverkefnið Sigurvin.