„Fyrst og fremst þá er þetta fólk foreldrar! Þau eru ekki fyrst og fremst fólk sem er að glíma við geðrænan vanda“: Upplifun og reynsla foreldra með geðrænan vanda og aðstandendur þeirra á stöðu sinni og fjölskyldusmiðjum Okkar heims

Lítið hefur verið fjallað um upplifun fjölskyldna hérlendis þar sem foreldri glímir við geðrænan vanda og ekki mikið um úrræði til þessara fjölskyldna. Það hefur verið aukin vitundarvakning í samfélaginu um geðrænan vanda almennt og hefur viðmót almennings breyst til hins betra yfir síðustu áratugi,...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kristrún Sigríður Bóasdóttir 1995-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/43020
Description
Summary:Lítið hefur verið fjallað um upplifun fjölskyldna hérlendis þar sem foreldri glímir við geðrænan vanda og ekki mikið um úrræði til þessara fjölskyldna. Það hefur verið aukin vitundarvakning í samfélaginu um geðrænan vanda almennt og hefur viðmót almennings breyst til hins betra yfir síðustu áratugi, þó er skortur á skilningi á áhrifum fjölskyldna almennt. Rannsókn þessi var framkvæmd eftir eigindlegri rannsóknaraðferð þar sem beitt var viðtalsaðferð og framkvæmd vettvangsathugun í þjónustuúrræðinu Okkar Heimur. Markmið rannsóknarinnar var að kanna upplifun foreldra með geðrænan vanda og aðstandenda þeirra á stöðu sinni í Íslensku samfélagi og reynslu af þátttöku í fjölskyldusmiðjum Okkar heims, bæði út frá þeirra eigin sjónarhorni og sjónarhorni starfsmanna Okkar heims. Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á reynslu og upplifun foreldra með geðrænan vanda og aðstandenda þeirra á stöðu sinni í Íslensku samfélagi og að greina reynslu þeirra af þátttöku í fjölskyldusmiðjunum. Unnið var út frá eftirfarandi rannsóknarspurningum: „Hver er upplifun foreldra með geðrænan vanda á stöðu sinni?“, „Hvernig upplifa foreldrar með geðrænan vanda viðmót og stuðning frá samfélaginu?“ og „Hver er reynsla foreldra með geðrænan vanda á úrræðinu Okkar heimur?“. Til að svara þessum spurningum voru tekinfimm hálf-stöðluð viðtöl við fimm viðmælendur sem voru annað hvort foreldri með geðrænan vanda, aðstandandi eða starfsmenn Okkar heims, ásamt því að framkvæma vettvangsathugun á fjölskyldusmiðju. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að viðmælendur lýstu því að finna fyrir fordómum og skömm á stöðu sinni sem tengdist viðhorfum í samfélaginu, fjölskyldumiðuð þjónusta og úrræði er ábótavant og að fjölskyldusmiðjur Okkar heims hafi gagnast fjölskyldunum vel. Það má nýta niðurstöður rannsóknarinnar til að sjá þarfir fjölskyldna og koma til móts við þær með viðeigandi úrræðum og fullnægjandi þjónustu. The topic of families where one or both parents struggle with mental illness has not much been discussed here in Iceland and ...