Aflimanir ofan ökkla á Íslandi 2010-2019 vegna útæðasjúkdóms og/eða sykursýki : aðdragandi og áhættuþættir

Inngangur: Útæðasjúkdómur og/eða sykursýki eru helstu sjúkdómstengdu ástæður aflimana neðri útlima á heimsvísu. Ekki eru til nýlegar rannsóknir um tíðni aflimana hérlendis. Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga fjölda, undirliggjandi áhættuþætti og aðdraganda aflimana ofan ökkla, á Íslandi árin 20...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sólrún Dögg Árnadóttir 1973-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/43001
Description
Summary:Inngangur: Útæðasjúkdómur og/eða sykursýki eru helstu sjúkdómstengdu ástæður aflimana neðri útlima á heimsvísu. Ekki eru til nýlegar rannsóknir um tíðni aflimana hérlendis. Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga fjölda, undirliggjandi áhættuþætti og aðdraganda aflimana ofan ökkla, á Íslandi árin 2010- 2019, vegna þessara sjúkdóma. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn, byggð á sjúkraskrárgögnum allra aflimaðra ofan ökkla á Landspítala háskólasjúkrahúsi og Sjúkrahúsinu á Akureyri á rannsóknartímanum. Útlilokaðir frá frekari vinnslu upplýsinga voru einstaklingar undir 18 ára og fullorðnir aflimaðir vegna annars en ofangreindra sjúkdóma. Tveir tímapunktar voru skoðaðir í aðdraganda aflimunar hvað varðar einkenni, mat á blóðflæði og lyfjanotkun. Annars vegar við fyrstu komu á sjúkrahús vegna blóðþurrðareinkenna og/eða sáramyndunar og hins vegar fyrir síðustu aflimun. Einnig voru skráðar áður framkvæmdar æðaaðgerðir og aflimanir. Niðurstöður: Alls voru 167 einstaklingar aflimaðir ofan ökkla á rannsóknartímanum. Þar af voru 134 (meðalaldur 77 ± 11 ár, 93 karlmenn) aflimaðir á grunni sykursýki og/eða útæðasjúkdóms. Með greindan útæðasjúkdóm án sykursýki voru 52%. Aflimunum vegna þessara sjúkdóma fjölgaði úr að meðaltali 4,1/100.000 íbúa fyrir fyrstu fjögur árin í 6,7/100.000 íbúa síðustu fjögur árin (p=0,04). Algengustu áhættuþættir voru háþrýstingur 84% og reykingasaga 69%. Langvinn tvísýn blóðþurrð var í 71% tilfella ástæða fyrstu komu á sjúkrahús, en verkir og sýking helsta ábending síðustu aflimunar. Af 309 æðaaðgerðum voru 66% innæðaaðgerðir en fjórðungur einstaklinganna var aflimaður (n=33) án skráðra æðaaðgerða. Þeir sem höfðu sykursýki voru oftar skráðir á blóðfitulækkandi lyf en þeir sem ekki voru með sykursýki (45:26, p<0.001). Ályktun: Sykursýki og/eða útæðasjúkdómur eru helstu ástæður aflimana neðri útlima ofan ökkla á Íslandi. Aflimunum fjölgaði á tímabilinu, en tíðnin er lág í alþjóðlegum samanburði. Í flestum tilfellum eru æðaaðgerðir gerðar áður en til aflimunar kemur. Sykursýki er ...