Hvernig má stuðla að árangursríkri kennslu nemenda með einhverfu í skóla án aðgreiningar? : fræðileg greinargerð

Markmið þessa verkefnis er að gera grein fyrir þeim kennsluháttum sem geta reynst nemendum með einhverfu vel í námi og hjálpa til við að bæta námsaðstæður þeirra. Auk þess er verkefninu ætlað að efla þekkingu þeirra sem vinna með nemendum með einhverfu í skóla án aðgreiningar. Verkefnið er tvískipt...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Edda Guðrún Pálsdóttir 1980-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/42931
Description
Summary:Markmið þessa verkefnis er að gera grein fyrir þeim kennsluháttum sem geta reynst nemendum með einhverfu vel í námi og hjálpa til við að bæta námsaðstæður þeirra. Auk þess er verkefninu ætlað að efla þekkingu þeirra sem vinna með nemendum með einhverfu í skóla án aðgreiningar. Verkefnið er tvískipt en annars vegar er fræðileg greinargerð sem mun lýsa þróun skóla án aðgreiningar á Íslandi. Einnig verður fjallað um hugtök tengd einhverfu, bæði skilgreiningar og helstu þjálfunar- og kennsluaðferðir sem taldar eru skila bestum árangri í stuðningi við nemendur með einhverfu. Hins vegar inniheldur verkefnið handbók sem hugsuð er sem verkfæri fyrir kennara og aðra sem koma að kennslu barna með einhverfu. Í handbókinni eru kennsluhugmyndir og leiðir til þess að skipuleggja kennslurými sem eru hugsuð til að auðvelda kennurum að koma til móts við nemendur sína. Handbókina er hægt að nýta hvort sem er í sérkennslu í fámennum hópi, almennum bekk eða í teymiskennslu milli bekkjarkennara/faggreinakennara og sérkennara. The main objective of this project is to review effective teaching strategies that have worked well for students with autism in their education and to help improve their learning environment. As well, its goal is to increase knowledge for educators who work with students with autism in inclusive settings. The project comprises two components; one is a literature review that describes the development of inclusive education in Iceland. Concepts related to autism are also discussed, both definitions and the main teaching methods that are considered most effective in supporting students with autism. The other is a manual that is intended as an instrument for teachers and others who play a part in educating children with autism. The manual has ideas for instruction and ways to organize learning spaces that are intended to help teachers support their students. The manual can be used in special education with a few students, in general classrooms, or in classroom teacher/subject teacher and special education teacher ...