Uppbyggileg réttvísi og sáttamiðlun í sakamálum : ábyrgðarferli

Markmið þessarar ritgerðar er að fjalla um stöðuna á Íslandi, að því er varðar sáttamiðlun í sakamálum, hvað hefur áunnist og hvaða möguleikar eru á aukinni notkun úrræðisins í sakamálum hérlendis. Farið verður yfir þróun sáttamiðlunar með áherslu á Ísland og kynntar niðurstöður rannsókna sem sýna j...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Svava Zophaníasdóttir 1981-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/42888
Description
Summary:Markmið þessarar ritgerðar er að fjalla um stöðuna á Íslandi, að því er varðar sáttamiðlun í sakamálum, hvað hefur áunnist og hvaða möguleikar eru á aukinni notkun úrræðisins í sakamálum hérlendis. Farið verður yfir þróun sáttamiðlunar með áherslu á Ísland og kynntar niðurstöður rannsókna sem sýna jákvæða upplifun brotaþola og brotamanna þar sem sáttamiðlun hefur verið beitt í sakamálum. Fjölþjóðasamningar og tilmæli hvetja til notkunar á uppbyggilegri réttvísi á öllum stigum málsmeðferðar sakamála. Úrræðið sáttamiðlun hefur ekki enn verið lögfest þó að lagastoð sé að finna í b-lið 3. mgr. 146. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála en ákvæðið kom inn sem nýmæli með lögunum árið 2008. Það stendur þó til úrbóta með frumvarpi dómsmálaráðherra sem lagt var fyrir Alþingi í júní 2022 með breytingu á b-lið 3. mgr. 146. gr. laga nr. 88/2008 þess efnis að sáttamiðlun verði felld aftur inn í ákvæðið. Fjallað verður um möguleika sáttamiðlunar í kynferðisbrotamálum en rannsóknir þess efnis hafa sýnt misjafna ánægju brotaþola sem kalla eftir ábyrgðarferli fyrir gerendur. Þörf er á frekari rannsóknum um þarfir þolenda þess efnis. Að endingu er auknum möguleikum á notkun úrræðisins velt upp og aðeins dreypt á hugtakinu ábyrgðarferli í málefnum kynferðisbrota sem höfundi þykir áhugaverð nálgun en það er efni í aðra ritgerð. The purpose of this thesis is to discuss the use of restorative justice in Iceland, what goals has been achieved and the possibilities of increased use of restorative justice in criminal cases in Iceland. The development of mediation in Iceland will be reviewed. Many researches have shown positive benefits for victims and offenders who participate in mediation in criminal cases. Multinational conventions and recommendations encourage the use of restorative justice at all stages of criminal proceedings. Mediation has not been legislated in Iceland, although the legal basis is found in third paragraph (b) of Article 146 in the laws on criminal proceeding no. 88/2008. The provision was introduced as an ...