Sjálfbærnistefna íslenskrar ferðaþjónustu : hvernig sýna íslensk ferðaþjónustufyrirtæki þá stefnu í verki gagnvart ferðamönnum?

Í janúar 2019 skipaði Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið stýrihóp með aðkomu Samtaka ferðaþjónustunnar og Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem hafði það hlutverk að setja fram drög að Framtíðarsýn og leiðarljósi íslenskrar ferðaþjónustu til 2030 (Stjórnarráð Íslands, e.d.). Stefnurammi verkefnisin...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Gylfi Kristjánsson 1998-
Other Authors: Háskólinn á Hólum
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/42721
Description
Summary:Í janúar 2019 skipaði Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið stýrihóp með aðkomu Samtaka ferðaþjónustunnar og Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem hafði það hlutverk að setja fram drög að Framtíðarsýn og leiðarljósi íslenskrar ferðaþjónustu til 2030 (Stjórnarráð Íslands, e.d.). Stefnurammi verkefnisins var birtur í júní 2019, þar kemur fram að Ísland eigi að vera leiðandi þjóð á heimsvísu þegar kemur að sjálfbærri ferðaþjónustu (Samtök ferðaþjónustunnar, e.d.). Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort upplifun ferðamanna af Íslandi væri í samræmi við markmið stefnunnar þegar kemur að ferðamönnum ásamt því að rannsaka hvað íslensk ferðaþjónustufyrirtæki eru að gera til að sýna stefnu stjórnvalda í verki með því að miðla sjálfbærnisaðgerðum til ferðamanna. Spurningakönnun var lögð fyrir ferðamenn við Þingvelli og fengust alls 74 svör við könnuninni. Niðurstöður rannsóknarinnar eru í samræmi við fyrri rannsóknir á aðgerðum íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja þegar kemur að sjálfbærnis aðgerðum íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja og er útlit fyrir að mikil vinna sé fyrir höndum eigi Ísland að verða leiðandi þjóð á heimsvísu þegar kemur að sjálfbærri ferðaþjónustu. Upplifun ferðamanna af Íslandi virðist þó vera mjög jákvæð og í samræmi við framtíðarsýn ferðaþjónustunnar. Lykilorð: Sjálfbær ferðaþjónusta, þolmörk, upplifun ferðamanna, stefnumótun, stefnurammi In January 2019, the Ministry of Industry and Innovation appointed a steering group with the involvement of the Icelandic Tourism Association and the Association of Icelandic Municipalities, which had the task of drafting the future Vision and guiding Icelandic tourism to 2030 (Stjórnarráð Íslands, e.d.).The policy framework for the project was published in June 2019, stating that Iceland should be a leading nation in the world when it comes to sustainable tourism (Samtök ferðaþjónustunnar, e.d.). The aim of the study was to examine whether tourists' experience of Iceland was in line with the policy objectives when it comes to tourists, as well as to investigate ...