Handbók fyrir starfsfólk félagsmiðstöðva í Hafnarfirði : greinargerð

Í kringum 1930 voru miklar þjóðfélagsbreytingar í kreppunni á Íslandi og huga þurfti að æskulýðnum í landinu og hvetja þau áfram að nota frítímann sinn á jákvæðan hátt. Æskulýðsráð Reykjavíkur var stofnað árið 1956 og ári seinna opnaði fyrsta félagsmiðstöð á Íslandi. Lög um æskulýðsstarf voru sett á...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Þórunn Þórarinsdóttir 1984-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/42710
Description
Summary:Í kringum 1930 voru miklar þjóðfélagsbreytingar í kreppunni á Íslandi og huga þurfti að æskulýðnum í landinu og hvetja þau áfram að nota frítímann sinn á jákvæðan hátt. Æskulýðsráð Reykjavíkur var stofnað árið 1956 og ári seinna opnaði fyrsta félagsmiðstöð á Íslandi. Lög um æskulýðsstarf voru sett árið 2007 og hefur ansi mikið breyst í samfélaginu á þessum tíma. Hugtakanotkun um starf barna og ungmenna hefur breyst og eru hugtökin æskulýðsstarf og æskulýður minna notuð og hugtökin tómstunda- og félagsstarf barna og ungmenna tekið við. Samfélagið er alltaf að breytast og með hverju árinu og áratugum sem líða eru kröfur um meiri fagmennsku í starfi félagsmiðstöðva. Í dag eru starfræktar félagsmiðstöðvar um land allt en þær vinna með ólíkum áherslum og er mismunandi starfsemi eftir sveitarfélögum. Flestar þeirra vinna tómstunda- og forvarnastarf, sinna fræðslu, örva félagsþroska og stuðla að jákvæðum samskiptum. Lokaverkefnið er tvískipt, annars vegar Handbók fyrir starfsfólk félagsmiðstöðva í Hafnarfirði og hins vegar fræðileg greinargerð. Starfsmenn í félagsmiðstöðvum eiga að tryggja að starfið byggi á uppeldisgildum frítímans og að það sé fagstarf. Síðasti kaflinn í greinargerðinni fjallar um þau fræðilegu hugtök sem fram koma í handbókinni, til að mynda óformlegt nám, unglingalýðræði og almennt um starfsemi félagsmiðstöðva. Markmið verkefnisins er að koma nauðsynlegum upplýsingum til nýrra starfsmanna og einnig eldri starfsmanna sem hefja störf í félagsmiðstöðvum Hafnarfjarðar. Handbókinni er ætlað að gefa þeim verkfæri í hendurnar til að efla fagmennsku og öryggi í starfi.