Staða og hlutverk þroskaþjálfa í leikskólum : Akureyri og Hafnarfjörður í brennidepli

Í þessu verkefni er sjónum beint að stöðu þroskaþjálfa í leikskólum, annars vegar á Akureyri og hins vegar í Hafnarfirði. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á faglega stöðu og hlutverk þroskaþjálfa í leikskólum. Sjónum er sérstaklega beint að þeim áskorunum sem þeir standa frammi fyrir, hvern...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Kristín Björg Jónsdóttir 1996-, Sæunn Marín Harðardóttir 1991-, Valgerður Inga Júlíusdóttir 1993-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/42664
Description
Summary:Í þessu verkefni er sjónum beint að stöðu þroskaþjálfa í leikskólum, annars vegar á Akureyri og hins vegar í Hafnarfirði. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á faglega stöðu og hlutverk þroskaþjálfa í leikskólum. Sjónum er sérstaklega beint að þeim áskorunum sem þeir standa frammi fyrir, hvernig starfsþróun þeirra er háttað og sýn þeirra á sóknarfærin til framtíðar. Rannsóknarspurningarnar sem leitast er við að svara í verkefninu eru: Hvernig sjá þátttakendur hlutverk sitt, helsta ábyrgðarsvið og starfsframlag innan leikskólans; hvaða faglegu sjónarhorn og starfsaðferðir einkenna störf þeirra; hverjar eru helstu áskoranir sem þeir standa frammi fyrir og hvar telja þeir sóknarfærin liggja; hvaða bjargir nýta þeir sér í starfs- og fagþróun sinni; og hvernig sjá þátttakendur hlutverk þroskaþjálfa í leikskóla þróast þegar horft er til framtíðar? Unnið er samkvæmt eigindlegri rannsóknaraðferð þar sem gögnin byggjast á hálfopnum viðtölum við þroskaþjálfa í leikskólum sveitarfélaganna tveggja og fulltrúum mennta-, fræðslu- og lýðheilsusviðs sveitarfélaganna. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að ábyrgðarsvið þroskaþjálfa innan leikskólanna er mjög vítt og þeir takast á við margvísleg verkefni. Helstu faglegu sjónarhorn og starfsaðferðir sem þroskaþjálfarnir nefna eru; einstaklingsmiðað nám, hugmyndafræði skóla án aðgreiningar og snemmtæk íhlutun ásamt þverfaglegri teymisvinnu. Álag er mikið og áskoranirnar ólíkar, þar má nefna áhrif manneklu, þörf fyrir stöðuga réttindabaráttu og álag sem fylgir ólíkri sýn samstarfsaðila. Þeir sækja námskeið til að fylgjast með þeirri stöðugu þróun sem á sér stað í starfsumhverfi þeirra. Aðspurðir út í framtíðarhorfur þroskaþjálfastéttarinnar í leikskólum voru viðmælendur sammála um að það vanti fleiri þroskaþjálfa til starfa í leikskólum. Jafnframt undirstrika þeir mikilvægi þess að þroskaþjálfar verði bæði sýnilegri og betur viðurkenndir sem fagstétt innan leikskóla.