Er til staðar klasi í ferðaþjónustunni við Mývatn? Stöðumat og samanburður milli áranna 2012 og 2021

Komið hefur fram í rannsóknum að klasasamstarf fyrirtækja skilar oft betri árangri, meiri arðbærni, öflugri nýsköpun og framþróun innan greinarinnar ásamt því að fyrirtækin sína oft árangursríkari útrás á alþjóðavettvangi. Höfundur hafði áhuga á að rannsaka hvernig þessum hlutum væri háttað í íslens...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Soffía Sveinbjörg Jónasdóttir 1972-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/42575
Description
Summary:Komið hefur fram í rannsóknum að klasasamstarf fyrirtækja skilar oft betri árangri, meiri arðbærni, öflugri nýsköpun og framþróun innan greinarinnar ásamt því að fyrirtækin sína oft árangursríkari útrás á alþjóðavettvangi. Höfundur hafði áhuga á að rannsaka hvernig þessum hlutum væri háttað í íslenska ferðaþjónustugeiranum og Mývatnssvæðið varð fyrir valinu við afmörkun á staðbundnu svæði til rannsóknar en þar virtist vera kominn vísir að klasasamstarfi. Höfundur gerði tvær megindlegar samanburðarrannsóknir árið 2012 og 2021 staðlaðar skv. Likert kvarða meðal ferðaþjónustuaðila við Mývatn ásamt því að árið 2012 þá gerði hann eigindlega rannsókn, tók djúpviðtöl við fimm aðila í ferðaþjónustu þar. Kenningar Porters um klasa og samkeppnishæfni voru aðallega notaðar við gerð rannsóknanna og túlkunar á niðurstöðum. Nokkur meginsvið klasasamstarfs skv. kenningum Porters voru þar höfð til viðmiðunar, samvinna, samkeppni, upplýsingaflæði, nýliðun og nýsköpun. Niðurstöðurnar sem komu út úr rannsóknunum voru að þó að samvinna sé góð og hafi vaxið á tímabilinu þá vantar upp á of marga árangursþætti til að um eiginlegan klasa sé að ræða. Það þarf betri stýringu og heildaryfirsýn og að efla klasatengingar á svæðinu t.d. hugmyndavinnslu, samvinnu, rannsóknir og fræðslu. Aðkomu ríkis og sveitafélags að uppbyggingu ferðamannastaða og ferðaþjónustunnar á svæðinu er einnig verulega ábótavant og fjárskortur virðist standa framkvæmdum fyrir frekari fyrir þrifum. Í rannsókninni kemur fram eindrægur vilji hjá ferðaþjónustuaðilum að efla samstarf sín á milli og flæði þekkingar og reynslu og stuðla að uppbyggingu heilsteyptara ferðaþjónustusamfélags í átt til klasasamstarfs. Research has shown that cluster collaboration between companies often shows better results, greater efficiency, stronger innovation and development within the industry, as well as the fact that their companies often expand more successfully internationally. The author was interested in researching how these things were structured in the Icelandic tourism sector, ...