Skiptir íbúafjöldi máli : er stærðarhagkvæmni fyrir hendi í útgjöldum sveitarfélaga?

Í þessari rannsókn var stærðarhagkvæmni sveitarfélaga á Íslandi rannsökuð. Leitast var eftir að svara rannsóknarspurningunni: Skiptir íbúafjöldi máli – er stærðarhagkvæmni fyrir hendi í útgjöldum sveitarfélaga? Auk þess var leitað svara við eftirfarandi undirspurningu: Ná fjölmennari sveitarfélög fr...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Péturína Laufey Jakobsdóttir 1980-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/42553
Description
Summary:Í þessari rannsókn var stærðarhagkvæmni sveitarfélaga á Íslandi rannsökuð. Leitast var eftir að svara rannsóknarspurningunni: Skiptir íbúafjöldi máli – er stærðarhagkvæmni fyrir hendi í útgjöldum sveitarfélaga? Auk þess var leitað svara við eftirfarandi undirspurningu: Ná fjölmennari sveitarfélög frekar markmiðum laga um sjálfbærni, standast þau frekar skulda- og jafnvægisreglur sveitarstjórnarlaga? Megindleg rannsóknaraðferð var notuð með fyrirliggjandi fjárhagsgögnum allra sveitarfélaga á landinu. Margliða aðhvarfslíkan var notað á tólf málaflokka sveitarfélaga þar sem háða breytan var kostnaður á íbúa í hverjum málaflokki og óháða breytan íbúafjöldi. Meðalkostnaður málaflokkanna á íbúa eftir stærðarflokkun var einnig skoðaður auk staðalfrávika til stuðnings við aðhvarfslíkanið. Niðurstöður þessarar rannsóknar bentu til þess að stærðarhagkvæmni væri ekki að finna hjá sveitarfélögum nema að litlu leyti. Greiningin gefur til kynna að íbúafjöldi hafi ekki tölfræðilega marktæk áhrif á kostnað nema í fáum málaflokkum. In this study, the economies of scale of municipalities in Iceland were examined. An attempt was made to answer the research question:Does population matter - is there economy of scale in municipal expenditure? In addition, an attempt was made to answer the following question: Do more populous municipalities have greater success when it comes to sustainability and , do they comply with the debt- and balance rule? A quantitative research method was used with the available financial data of all municipalities in the country. The polynomial regression model was used in 12 categories of municipalities, where the dependent variable was the cost per inhabitant in each category and the independent variable population. The average cost of the issues per inhabitant by size classification was also examined in addition to standard deviations in support of the regression model. The results of this study indicated that economies of scale could not be found in municipalities except to a small extent, and the ...