Kynjaskipt skólastarf : reynsla nemenda og kennara á yngsta stigi grunnskóla

Markmið rannsóknarinnar var að skoða kynjaskiptingu í grunnskólastarfi og hver reynsla nemenda og kennara á yngsta stigi væri af henni. Líðan, samskipti, námsgengi og viðhorf nemenda til náms var athugað gaumgæfilega. Til þess að setja efnið í samhengi var fjallað um kynjaskipta skóla, líðan, stöðu...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Anton Helgi Hannesson 1993-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/42414
Description
Summary:Markmið rannsóknarinnar var að skoða kynjaskiptingu í grunnskólastarfi og hver reynsla nemenda og kennara á yngsta stigi væri af henni. Líðan, samskipti, námsgengi og viðhorf nemenda til náms var athugað gaumgæfilega. Til þess að setja efnið í samhengi var fjallað um kynjaskipta skóla, líðan, stöðu nemenda í námi, sjálfsvirðingu og sjálfstraust, samskipti, hegðun, kynjahlutverk og kynjamisrétti. Í ritgerðinni var lögð áhersla á sjónarhorn og reynslu nemenda og kennara. Rannsóknin fór fram í einum af grunnskólum Hjallastefnunnar. Í henni var eigindlegum rannsóknaraðferðum beitt en þær nýtast vel í athugun á reynslu einstaklinga. Þegar rannsóknir eru gerðar með börnum þarf að gæta virðingar og huga að þroska, aldri og friðhelgi einkalífs þeirra. Talað var við nemendur í fjórða bekk á yngsta stigi, þar sem þeim var gefið tækifæri til þess að lýsa sínu daglega skólalífi, námi og leik. Kennarar lýstu sinni sýn á kynjaskipt skólastarf og mögulegri tengingu þess við stöðu nemenda í námi, líðan og kennsluaðferðir. Hálfopnum viðtölum var beitt við gagnaöflun og þau skráð niður nákvæmlega út frá hljóðupptökum. Rætt var við 17 nemendur skólans í fjórða bekk í þriggja til fjögurra manna hópum og fjórir kennarar komu í viðtöl en þau hafa eins og hálfs til 18 ára starfsreynslu á yngsta stigi grunnskóla. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til þess að líðan nemenda í skólanum væri almennt góð. Samkvæmt nemendum var það vegna þess að kennararnir voru skemmtilegir, hrós frá kennurum var í hæfilega miklu magni, þeir nutu virðingar frá samnemendum og beittu jákvæðu orðalagi í skólanum. Nemendur hegðuðu sér betur í kynjaskiptum tímum en kynjablönduðum, bæði að eigin mati og kennaranna. Orðalag sem var notað í skólanum hjálpaði börnum í samskiptum og kjarkur þeirra jókst í kynjaskiptu umhverfi. Samkvæmt kennurunum virtist jákvætt hugarfar og kynjanámskrá Hjallastefnunnar oft auka sjálfstraust og bæta námsgengi nemenda. Betra námsgengi nemenda stafaði einnig af því að fljótt var gripið inn í þegar nemendur lentu í erfiðleikum, námslega ...