Sýndarveruleiki í kennslu : nýir kennsluhættir í takt við tæknina og tíðarandann

Haustið 2021 stóð Matís í samstarfi við Háskóla Íslands að námsefnisgerð um sjálfbærni, matvæla- tækni og framleiðslu þar sem leiðarljósið er heilsusamlegt mataræði fyrir eigin vellíðan og jörðina. Vinnuheiti verkefnisins er Tómataverkefnið, en verkefnið er hluti af EIT FOOD Evrópuverkefninu RedVile...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Svava Sigríður Svavarsdóttir 1981-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/42412
Description
Summary:Haustið 2021 stóð Matís í samstarfi við Háskóla Íslands að námsefnisgerð um sjálfbærni, matvæla- tækni og framleiðslu þar sem leiðarljósið er heilsusamlegt mataræði fyrir eigin vellíðan og jörðina. Vinnuheiti verkefnisins er Tómataverkefnið, en verkefnið er hluti af EIT FOOD Evrópuverkefninu RedVile. Íhlutun var framkvæmd í sex skólum á höfuðborgarsvæðinu og var þeim skipt af handahófi í einn tilraunahóp og tvo samanburðar hópa þar sem þremur mismunandi aðferðum var beitt í íhlutuninni. Tveir skólar voru tilraunahópur sem fékk kennslu af glærum og horfðu á myndband í þrívíddar gleraugum, tveir skólar fengu kennslu af glærum og horfðu á myndband af skjá, og tveir skólar fengu eingöngu kennslu í formi fyrirlestra af glærum. Notast var við spurningalista í upphafi og við lok íhlutunar til að meta hvort námsefnið hefði áhrif á viðhorf og þekkingu þeirra þátta sem kannaðir voru en þeir spönnuðu eftirfarandi flokka: Mataráhugi, matarsóun, matvælauppruni, matvælamerkingar, matarvenjur, þátttaka, matvælaframleiðsla og tómatar. Íhlutunin tók þrjú skipti eða samtals sex kennslustundir. Þrjár til fjórar vikur liðu á milli fyrri og seinni spurningalista og að minnsta kosti ein vika leið frá tíma tvö að tíma þrjú. Þátttakendur voru 142 á aldrinum 12-15 ára. Við samanburð á fyrri og seinni spurningalista má sjá aukningu á mataráhuga hjá nemendum sem fengu kennslu með sýndarveruleikagleraugum samanborið við hópinn sem eingöngu fékk kennslu af glærum (p = 0,002). Samanburður á milli gleraugna og myndbands var (p = 0,078). Þrátt fyrir að ekki fengjust marktækar niðurstöður á fleiri yfirflokkum voru marktækar niðurstöður í einstaka spurningum innan eftirfarandi flokka: matvælauppruni, þátttaka og matvælaframleiðsla. Niðurstöðurnar benda til þess að notkun sýndarveruleika í kennslu getur komið að góðu gagni til þess að breyta viðhorfi ungmenna í átt að hollari og heilnæmari kostum sem gagnast einstaklingum og jörðinni. In the autumn of 2021, Matís collaborated with The University of Iceland to create educational material in ...